Rannsókn leiddi í ljós að hann var með klamýdíu. En þar sem maðurinn hafði ekki stundað kynlíf með neinum spurði læknirinn hvort hann stundaði oft líkamsrækt og því svaraði maðurinn játandi.
„Það er líklegt að einhver hafi svitnað á sætið sem þú settir handklæðið þitt á. Þú þurrkaðir svo andlitið á þér með því og fékkst augnsýkingu,“ segir maðurinn að læknirinn hafi sagt við sig og hafi þar vísað til ferða hans í líkamsræktarstöð.
Sjá einnig: Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Margir ráku upp stór augu eftir þessa frásögn enda leggja margir það í vana sinn að fara í ræktina. Sumir fara gætilega og sótthreinsa líkamsræktartæki fyrir og eftir notkun en flestir eru kærulausari eins og gengur og gerist. Vildu einhverjir meina að þetta geti gerst þegar konur fara nærbuxnalausar í ræktina.
Ástralski fréttamiðillinn News.com.au spurði Zac Turner, virtan lækni í Sydney, út í málið og hvort það væri raunverulega þannig að maður gæti smitast af klamýdíu í ræktinni.
„Stutta svarið er nei,“ segir hann og bendir á að ólíkt til dæmis stafýlókokkum sé bakterían sem veldur klamýdíu ekki mjög lífseig utan líkamans. „Hún lifir ekki sínu besta lífi á líkamsræktarbekkjum, handlóðum eða skíðavélum,“ segir hann.
Bendir hann á að til að smitast af klamýdíu þurfi helst að vera bein líkamleg snerting slímhúðar við aðra slímhúð og það gerist vanalega aðeins við kynferðismök. Þannig að nema þú sért of einlægur við tækin (efni í aðra umræðu) þá ættirðu að vera örugg/ur.“