Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og einkaþjálfarinn Eva Bryngeirsdóttir eru gift og hafa gengið frá kaupmála.
Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag, Vísir greinir frá.
Hjónin gengu frá kaupmálanum í nóvember.
Í sumar var greint frá því að Kári og Eva væru nýtt par, þau fluttu inn saman í september.
Það er 38 ára aldursmunur á parinu, Kári er fæddur árið 1949 og Eva árið 1987.