fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Fókus
Miðvikudaginn 18. desember 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið PLAY kom farþegum sínum heldur betur á óvart á dögunum með óvæntu jólaflugi. Um var að ræða flug frá Kaupmannahafnar til Keflavíkur og var meirihluti farþeganna um borð Íslendingar.

Farþegarnir vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar jólasveinn mætti skyndilega til leiks, þeim yngstu til mikillar hamingju. Farþegum var boðið uppá Malt og appelsín, piparkökur og konfekt í fluginu og þá var hljómsveit um borð sem spilaði jólatónlist fyrir farþega í háloftunum.

Rúsínan í pylsuendanum var síðan þegar flugvélin var lent í Keflavík. Í komusalnum voru það ekki töskur sem runnu niður töskubandið heldur jólagjafir sérmerktar hverjum og einum farþega. Um var að ræða veglegar gjafir frá velviljuðum fyrirtækjum. Elko tók meðal annars þátt í verkefninu og fengu nokkrir heppnir farþegar airfryer, hrærivél og ryksugu að gjöf. Allir farþegar fengu serum frá Bio Effect, jólakaffi frá Te & kaffi, hálsmen frá Myletra og súkkulaði frá Freyju.

Þá fengu börnin stóra bangsa frá Kids Coolshop að gjöf.

Á Instagram-síðu Play má sjá skemmtilegt myndskeið frá jólafluginu (endurræsið síðuna ef færslan birtist ekki í fyrsta kasti)

 

View this post on Instagram

 

A post shared by PLAY airlines (@playairlines)

Jólapakkar biðu farþeganna í Leifsstöð

„Þetta var eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið þátt í. Aðallega því það var svo gaman að sjá gleðina úr augum farþeganna þegar gjafirnar komu á töskubandið. Þetta var smá svona Love actually-augnablik. Markmiðið með þessu verkefni var fyrst og fremst að gleðja og það tókst sannarlega. Pælingin var líka að koma með jólaandann á skrifstofuna en til að pakka inn 200 gjöfum og sérmerkja þær þarf margar hendur og við í markaðsdeildinni fengum starfsfólk PLAY úr öðrum deildum til að hjálpa okkur sem var ótrúlega gaman. Þetta var mikil vinna en allt þess virði,“ segir Nadine Guðrún Yag­hi, for­stöðumaður sam­skipta og markaðssviðs Play.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 3 dögum

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“