Jessica, 44 ára, birti mynd af sér á Instagram fyrr í vikunni og skrifaði með: „Ég get ekki beðið eftir að þið fáið að heyra hljóð sálar minnar.“
Þó svo að margir aðdáendur fögnuðu endurkomu hennar eftir rúmlega tíu ára pásu, hún gaf síðast út plötu árið 2010, þá voru aðrir að spá meira í útliti hennar.
„Hver er þetta?“ spurði einn.
„Vó, þú lítur ekki út eins og Jessica,“ sagði annar.
Nokkrir sögðu Jessicu líta út eins og aðrar stjörnur í Hollywood, eins og Kardashian systurnar eða Paris Hilton. Ein sagðist halda fyrst að þetta væri Ivanka Trump.
Sjá einnig: „Sérkennilegt“ myndband Jessicu Simpson veldur aðdáendum áhyggjum
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem útlit Jessicu vekur athygli. Stjarnan hefur leyft aðdáendum að fylgjast með þyngdartapsvegferð hennar en hún hefur misst rúmlega 45 kíló. Í bæði apríl og nóvember 2022 rataði söngkonan í fréttirnar en aðdáendur höfðu miklar áhyggjur af henni. Í öðru myndbandinu fannst aðdáendum hún virka veikburða og í hinu fannst fólki hún hegða sér sérkennilega.
Sjá einnig: Aðdáendur hafa áhyggjur af „veikburða“ Jessicu Simpson eftir að hún birti þetta myndband