fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fókus

Jessica Simpson óþekkjanleg á nýrri mynd – „Hver er þetta?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 18. desember 2024 08:29

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska söngkonan Jessica Simpson sneri aftur í upptökuverið eftir langa pásu. En það er ekki það sem allir eru að tala um heldur myndin sem hún birti af sér í stúdíóinu.

Jessica, 44 ára, birti mynd af sér á Instagram fyrr í vikunni og skrifaði með: „Ég get ekki beðið eftir að þið fáið að heyra hljóð sálar minnar.“

Mynd/Instagram

Þó svo að margir aðdáendur fögnuðu endurkomu hennar eftir rúmlega tíu ára pásu, hún gaf síðast út plötu árið 2010, þá voru aðrir að spá meira í útliti hennar.

„Hver er þetta?“ spurði einn.

„Vó, þú lítur ekki út eins og Jessica,“ sagði annar.

Nokkrir sögðu Jessicu líta út eins og aðrar stjörnur í Hollywood, eins og Kardashian systurnar eða Paris Hilton. Ein sagðist halda fyrst að þetta væri Ivanka Trump.

Sjá einnig: „Sérkennilegt“ myndband Jessicu Simpson veldur aðdáendum áhyggjum

Aðdáendur hafa haft áhyggjur af söngkonunni í gegnum tíðina.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem útlit Jessicu vekur athygli. Stjarnan hefur leyft aðdáendum að fylgjast með þyngdartapsvegferð hennar en hún hefur misst rúmlega 45 kíló. Í bæði apríl og nóvember 2022 rataði söngkonan í fréttirnar en aðdáendur höfðu miklar áhyggjur af henni. Í öðru myndbandinu fannst aðdáendum hún virka veikburða og í hinu fannst fólki hún hegða sér sérkennilega.

Sjá einnig: Aðdáendur hafa áhyggjur af „veikburða“ Jessicu Simpson eftir að hún birti þetta myndband

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“
Fókus
Í gær

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst