fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fókus

Kærastinn hættur að veita henni athygli – Íhugar að verða klámstjarna

Fókus
Miðvikudaginn 18. desember 2024 09:43

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er að íhuga að verða klámstjarna á síðunni sem kærastinn minn skoðar, til að bæta kynlífið okkar.“

Svona hefst bréf konu til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Sally Land, sem skrifar vinsæla dálkinn Dear Deidre.

Hún útskýrir mál sitt nánar. „Hann gefur mér engan gaum þessa dagana en er alltaf að veita sjálfum sér ánægju.“

Konan og kærasti hennar eru bæði 25 ára og hafa verið saman í tvö ár.

„Kynlífið okkar var frábært þegar við byrjuðum saman, en hann hefur þróað með sér klámfíkn og þegar ég segist vilja stunda kynlíf segist hann vera of þreyttur.

Hann segist ætla að hætta að horfa á klám en ekkert breytist.

Ég hef fengið að heyra að ég sé sæt. Ég er hávaxin með stór brjóst og lítið mitti. Þessar klámstjörnur eiga ekki roð í mig.

Ég hef verið að hugsa, ef hann myndi sjá mig á þessari klámsíðu, myndi hann hafa aftur áhuga á mér?“

Ráðgjafinn svarar:

„Þú þarft að færa miklar fórnir þegar þú byrjar í klámiðnaðinum og gætir jafnvel aldrei jafnað þig.

Um leið og myndefni af þér fer í dreifingu þá gætir þú misst stjórn á því. Viltu í alvöru að fjölskylda þín sjái þig á þennan hátt, bara fyrir einhvern karlmann sem sýnir þér lítinn áhuga?

Klámfíkn hans hefur ekkert með þig að gera. Klám er hannað til að vera ávanabindandi.

Hann þarf á faglegri aðstoð að halda. Ef þú elskar hann þá skaltu gefa honum tækifæri til að breytast, en ef hann heldur áfram að velja skjáinn fram yfir þig þá er kominn tími til að ganga í burtu áður en hann gengur alveg frá sjálfstrausti þínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“
Fókus
Í gær

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst