Wilhelm hefur getið sér gott orð í veitingabransanum. Hann var eigandi Hamborgarabúllu Tómasar á Dalvegi og í Hafnarfirði. Hann var einnig eigandi skemmtistaðarins Gaukur á Stöng í miðbæ Reykjavíkur.
Um er að ræða glæsilegt 385 fermetra einbýlishús. Ásett verð er 330 milljónir.
Það eru tvö baðherbergi, sex svefnherbergi og bílskúr, sem er skráður 43,4 fermetrar.
Útsýnið er fallegt en húsið stendur á sjávarlóð sem er eignarlóð. Húsið hefur verið mikið yfirfarið og endurnýjað meðal annars þak á húsi og bílskúr. Opin stór stofa og borðstofurými með góðum útsýnisgluggum. Rúmgott fjölskyldu eldhús með nýlegum innréttingum. Á neðri hæðinni eru sex rúmgóð svefnherbergi, þar af stórt hjónaherbergi með fataherbergi og baðherbergi, þar er einnig rúmgóð geymsla.
Hægt er að lesa nánar um eignina og skoða fleiri myndir á fasteignavef DV.