fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Fókus

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 18. desember 2024 11:12

Wilhelm G Norðfjörð selur slotið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingamaðurinn Wilhelm G Norðfjörð selur slotið á Arnarnesinu.

Wilhelm hefur getið sér gott orð í veitingabransanum. Hann var eigandi Hamborgarabúllu Tómasar á Dalvegi og í Hafnarfirði. Hann var einnig eigandi skemmtistaðarins Gaukur á Stöng í miðbæ Reykjavíkur.

Um er að ræða glæsilegt 385 fermetra einbýlishús. Ásett verð er 330 milljónir.

Það eru tvö baðherbergi, sex svefnherbergi og bílskúr, sem er skráður 43,4 fermetrar.

Útsýnið er fallegt en húsið stendur á sjávarlóð sem er eignarlóð. Húsið hefur verið mikið yfirfarið og endurnýjað meðal annars þak á húsi og bílskúr. Opin stór stofa og  borðstofurými með góðum útsýnisgluggum. Rúmgott fjölskyldu eldhús með nýlegum innréttingum. Á neðri hæðinni eru sex rúmgóð svefnherbergi, þar af stórt hjónaherbergi með fataherbergi og baðherbergi, þar er einnig rúmgóð geymsla.

Hægt er að lesa nánar um eignina og skoða fleiri myndir á fasteignavef DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Grínleikarinn settist í helgan stein 2022 en er mættur aftur – Ástæðan er einföld

Grínleikarinn settist í helgan stein 2022 en er mættur aftur – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þó við veðsettum allt sem við ættum, konur börn og hús dygði það ekki til“

„Þó við veðsettum allt sem við ættum, konur börn og hús dygði það ekki til“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart