fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fókus

Vitni að andláti Liam Payne stígur fram – „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 17. desember 2024 10:29

Liam Payne og Bret Watson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne, fyrrverandi meðlimur One Direction, lést þann 16. október síðastliðinn, aðeins 31 árs að aldri.

Hann hrapaði til bana af svölum hótelherbergis síns í Buenos Aires. Samkvæmt starfsmönnum hótelsins, Casa Sur Hotel, hagaði Payne sér einkennilega áður en hann lést, hann var æstur og óútreiknanlegur og var fylgt að herbergi sínu af starfsfólki. Skömmu síðar fannst hann látinn.

Sjá einnig: Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni

Nú hafa nýjar upplýsingar komið fram um andlát hans. Vitni að andláti hans hefur stigið fram og lýst því sem það sá.

„Ég var að hitta brúðkaupsráðgjafa okkar,“ sagði Bret Watson í þættinum TMZ Presents: Liam Payne: Who‘s to Blame? 

„Við vorum í hótelherberginu okkar og vorum að horfa út um gluggann á sundlaugarsvæðið, ég var að sýna henni útsýnið og við sáum Liam detta.

Við fórum rakleitt út á svalir og þegar við horfðum niður sáum við Liam liggjandi á jörðinni. Hann lenti með andlitið upp þannig það við sáum strax að þetta var Liam og hann var hreyfingarlaus.“

Mynd úr herbergi söngvarans.

Sjá einnig:Myndir af hótelherbergi Liam Payne veita óhugnanlega innsýn í síðustu augnablik söngvarans

Watson, sem sagðist hafa verið á fyrstu hæð hótelsins þegar þetta gerðist, sagðist ekki geta gleymt hljóðinu þegar Liam féll.

„Það er skelfilegt að sjá einhvern detta svona, en að sjá það gerast og heyra síðan hljóðið við lendingu, það var hryllilegt. Síðan að sjá allt sem gerðist í kjölfarið. Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.“

Watson, sem ræðir þetta nánar í spilaranum hér að neðan, sagði að hann sé enn að vinna úr þessu öllu saman. Viðtalið hefur vakið hörð viðbrögð hjá aðdáendum Payne og telja margir Watson vera að ýkja það sem hann sá.

@tmz As part of TMZ’s riveting new special, an eyewitness shares a never-before-heard firsthand account of #LiamPayne’s ♬ original sound – TMZ

Sjá einnig: Ein af þeim síðustu sem sá Liam Payne lifandi deilir því sem hann sagði rétt áður en hann lést

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“
Fókus
Í gær

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst