fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fókus

Snerting Baltasars Kormáks á stuttlista Óskarsverðlaunanna 2025

Fókus
Þriðjudaginn 17. desember 2024 19:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt í þessu var tilkynnt að kvikmyndin Snerting eftir Baltasar Kormák hefur verið valin á stuttlista Óskarsverðlaunanna 2025.

Þetta eru eins konar undanúrslit áður en tilkynnt er formlega um hvaða kvikmyndir eru tilnefndar til verðlaunanna.

Kvikmyndin Snerting er á listanum fyrir flokkinn besta erlenda kvikmyndin. Fjórtán aðrar myndir eru á stuttlistanum og koma meðal annars frá Danmörku, Bretlandi, Palestínu, Noregi og Lettlandi.

Snerting fjallar um Kristófer sem er leikinn af Agli Ólafssyni. Kristófer er ekill, kominn á eftirlaun og þegar heimsfaraldurinn skellur á leggur hann upp í ferðalag til að reyna að komast að því hvað varð um kærustu hans sem hvarf sporlaust frá London 50 árum áður. Kvikmyndin byggir á samnefndri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar sem sló í gegn í jólabókaflóðinu árið 2020 og hlaut einróma lof gagnrýnenda og tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“
Fókus
Í gær

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst