Leikarinn Daniel Baldwin heldur því fram að Hollywood-stjörnur taki nú þátt í tilboðsstríðum til að koma í veg fyrir að afrit af kynlífsupptökum sem teknar voru í alræmdum partýum tónlistarmannsins Sean Diddy Combs lendi í röngum höndum.
Baldwin kom fram í PBD hlaðvarpinu og sagði „Hann er með myndbönd af veislunum. Ég hef heyrt frá vinum mínum sem eru lögfræðingar að það er tilboðsstríð í gangi núna. Lögfræðingarnir hækka boðið, því ef þetta er viðskiptavinur þinn og frægur leikari og þú vilt ekki að hans nafn komi upp, þá er staðan svona; þetta er verðið og þeir eru bara að selja upptökurnar til þeirra einstaklinga sem eru í þeim. Þetta er það sem ég heyri, þessi myndbönd eru til sölu.“
Actor Daniel Baldwin (brother of Alec) makes an extraordinary claim that Diddy ‘freak off’ sex tapes are being peddled around Hollywood, sparking a „bidding war“ as celebrities in the tapes try to buy them up to save their own skins. Full report here: https://t.co/Fjcehb8WfT pic.twitter.com/TE27gqvImQ
— m o d e r n i t y (@ModernityNews) December 16, 2024
Baldwin er harður á því að nokkrir frægir einstaklingar séu að kaupa myndböndin til að bjarga eigin skinni. Baldwin líkti málum Diddy við mál Jeffrey Epstein og kynlífsmansalshring hans, en vinahópur Epstein var elíta hina frægu og ríku sem stundaði partý hans grimmt á sínum tíma.
Fyrrverandi lífvörður Diddy hefur haldið því fram að tónlistarmaðurinn eigi myndefni af frægum einstaklingum úr Hollywood, og einnig af stjórnmálamönnum og öðrum valdamiklum einstaklingum, stunda athæfi sem gæti verið refsivert og/eða ámælisvert.
Lífvörðurinn, Gene Deal, segir að upptökur hafi verið teknar upp á leynd í partýum Diddy og fullyrðir Deal að þolendur hafi verið neyddir til að stunda kynlífsathafnir á meðan Diddy fróaði sér.
„Það eru ekki bara stjörnurnar sem eiga orðstír sinn undir. Hann var með stjórnmálamenn þarna, hann var með prinsa, líka nokkra prédikara. Öll herbergi voru hleruð.“
Eitt fórnarlamba Diddy hefur höfðað mál og heldur því fram að hann hafi nauðgað henni þegar hún var 13 ára á meðan þekkt par fylgdist með og tók þátt. Segir hún þann mann einnig hafa nauðgað sér meðan konan og Diddy horfðu á. Hélt þolandinn því síðar fram að frægi maðurinn væri tónlistarmaðurinn Jay Z, sem hefur harðlega neitað þeirri ásökun og hafa lögmenn hans farið fram á að málinu verði vísað frá á grundvelli ósamræmis í framburði meints fórnarlambs.
Annað vitni í málinu sheldur því fram að hann eigi nokkur kynlífsmyndbönd sem að hans sögn innihalda ölvaða þekkta einstaklinga, þar á meðal tvo undir lögaldri.
Í viðtali við NewsNation fullyrti Courtney Burgess, sem bar vitni gegn Combs fyrir kviðdómi á Manhattan, að hann væri með í fórum sínum myndbönd af átta þekktum einstaklingum ásamt Diddy.
Síðan hann var ákærður í New York hafa meira en tveir tugir einkamála verið höfðuð gegn Diddy og ef hann verður fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt frá 15 ára fangelsi upp í lífstíðarfangelsi. Honum hefur tvisvar verið neitað um tryggingu vegna ákæru um fjárkúgun, kynlífssmygl og flutninga til að stunda vændi. Diddy er í haldi í Metropolitan fangelsinu í Brooklyn. Hann hefur ítrekað neitað öllum ásökunum á hendur sér, en áætlað er að réttarhöldin gegn honum hefjist 5. maí 2025.
Baldwin er harður á því að nokkrir frægir einstaklingar séu að kaupa myndböndin til að bjarga eigin skinni. Baldwin líkti málum Diddy við mál Jeffrey Epstein og kynlífsmansalshring hans, en vinahópur Epstein var elíta hina frægu og ríku sem stundaði partý hans grimmt á sínum tíma.