Í kjölfarið hefur nýtt kynlífstrend verið að njóta mikilla vinsælda en læknir varar við því og segir það geta verið hættulegt ef fólk fer ekki varlega.
Það kallast „snjókarlinn“. Hugtakið var fyrst notað árið 2019 af stefnumótasérfræðingum á eHarmony. En nú vilja læknar meina að það séu ekki bara tilfinningar sem eiga í hættu að særast, heldur er fólk einnig í hættu að smitast af ýmsum kynsjúkdómum.
„Jólin er tími til að fagna og eru mörg tækifæri til að fara út á lífið, verja tíma með öðrum og finna einhvern sérstakan,“ segir Rachael Lloyd, sambandssérfræðingur hjá eHarmony. Mirror greinir frá.
„En síðan, þegar fjörið er búið, drykkirnir klárast og skrautið er tekið niður þá slokknar gjarnan á þessum neista sem var í upphafi. Rannsókn okkar hefur sýnt að margir hörfa frá nýjum samböndum eftir jólatímann, trend sem við köllum „snjókarlinn.““
Netverjar hafa einnig notað þetta hugtak til að lýsa svipuðum aðstæðum, að sambönd bráðni eins og snjókarl, annað hvort eftir hátíðarnar eða þegar vorið gengur í garð.
Vissulega getur þetta leitt til þess að sum hjörtu verða brotin en það eru ekki bara tilfinningarnar sem eru í hættu. Læknirinn Crystal Willie segir að þetta geti verið vandamál, sérstaklega ef um skyndikynni er að ræða og aðilarnir vita lítið sem ekkert um hvort annað. Þá er engin leið fyrir þá að hafa samband ef eitthvað kemur upp á, eins og ef þeir byrja að finna fyrir vafasömum einkennum.
„Desember er skemmtilegur tími en það er mikilvægt að vera vel upplýstur um kynheilbrigði,“ segir hún.
„Að vera tilbúinn, vera með getnaðarvörn á þér er lykillinn að því að njóta hátíðanna öruggur.“