fbpx
Þriðjudagur 17.desember 2024
Fókus

Beggi Ólafs: Karlmenn, svona verðið þið „rétti makinn“

Fókus
Þriðjudaginn 17. desember 2024 09:29

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs, hefur mikinn áhuga á heilsu, bæði andlegri og líkamlegri. Hann birtir reglulega færslur á Instagram um hvernig hann hámarkar hamingju sína og vellíðan, hvernig hann eykur afköst og nær árangri og hvernig hann á gott samband við sig sjálfan.

Á dögunum birti hann myndband um ástina og leitina að rétta makanum. Beggi sagði að frekar en að spyrja: „Hvernig finn ég rétta makann?“ Ætti fólk að spyrja: „Hvernig get ég verið rétti makinn?“

Hann gefur nokkur ráð sem, að hans mati, hjálpa þér að verða aðlaðandi kostur. Hann virðist beina orðum sínum til karlmanna.

Ný föt

Í fyrsta lagi hvetur hann þá til að uppfæra fataskápinn. Hann nefnir verslanirnar Uniglo, COS og Zöru, seinni tvær eru hérlendis.

„Viðráðanlegt verð og smart,“ segir hann.

Sterkari líkami og hugur

Næsta sem hann nefnir eru styrktaræfingar, bæði fyrir líkama og sál.

„Lyftu lóðum, farðu út að hlaupa og borðaðu hreina fæðu,“ segir hann.

Þegar kemur að andlegu hliðinni segir hann: „Hugleiddu, farðu í kalda karið, skrifaðu í dagbók, vertu í flæði og forgangsraðaðu ánægju. Einblíndu á að bæta þig sjálfan, ekki sanna þig fyrir öðrum.“

Farðu í sturtu og hlustaðu

Beggi hvetur karlmenn einnig til að gæta vel að hreinlæti. „Farðu í klippingu, farðu reglulega í sturtu, klipptu neglurnar og vertu með hreint í kringum þig,“ segir hann.

Áhrifavaldurinn segir það einnig hjálpa að læra góð samskipti með því að lesa, skrifa og tala.

„Þegar þú ert að eiga samtal þá skaltu hlusta, spyrja spurninga, segja sögur, vinna í góðum húmor og vertu örlátur og indæll.“

Að lokum nefnir Beggi markmiðssetningu. Hann fer nánar út í það í færslunni sem má sjá hér að neðan, ef þú sérð ekki myndbandið smelltu hér. Það getur einnig virkað að endurhlaða síðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þó við veðsettum allt sem við ættum, konur börn og hús dygði það ekki til“

„Þó við veðsettum allt sem við ættum, konur börn og hús dygði það ekki til“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni

Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Pornhub afhjúpar vinsælustu leitarniðustöðurnar á árinu – „Furðulegt“ blæti efst á lista

Pornhub afhjúpar vinsælustu leitarniðustöðurnar á árinu – „Furðulegt“ blæti efst á lista
Fókus
Fyrir 4 dögum

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt