fbpx
Mánudagur 16.desember 2024
Fókus

Sigurrós var á götunni 15 ára gömul – „Ég man þegar ég var í bakhúsi með miklu eldra fólki í mikilli neyslu“

Fókus
Mánudaginn 16. desember 2024 08:23

Sigurrós Yrja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurrós Yrja er 42 ára, fjögurra barna móðir að norðan sem hefur verið í bata frá fíknisjúkdómi í rúm sautján ár. Hún er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman.

Fyrstu átta árin bjó hún í Vestmannaeyjum.

„Það er frábært að vera barn í Vestmannaeyjum, ég var einrænt barn og var mikið úti í fjöru og uppi í fjöllum. Mér fannst ég aldrei alveg passa inn,“ segir hún.

Átta ára flutti hún með fjölskyldunni til Akureyrar en þar lenti hún í einelti og hélt áfram að vera mikið ein.

„Ég átti alveg einhverjar vinkonur en passaði samt ekki inn í.“

„Ég hef aldrei séð svona mikið blóð“

Einn daginn var Sigurrós að passa bróður sinn sem var fimm árum yngri en hún.

„Ég hafði bannað honum að hjóla án hjálms. Það kemur maður og bankar heima, spyr hvort ég eigi bróður sem heiti Gunnar því það hafi orðið slys. Ég gleymi þessu aldrei. Ég hélt hann hafði bara meitt sig, maðurinn var svo rólegur en það var keyrt á hann og ég hef aldrei séð svona mikið blóð.“

Sigurrós Yrja.

Foreldrar Sigurrósar skildu þegar hún var tíu ára og faðir hennar hvarf úr lífi hennar að mestu. „Ég var svo heppin að fá annan pabba inn í líf mitt ári seinna og ég er feðruð eftir honum í dag, ég var mjög erfið á unglingsárunum en hann sneri aldrei baki við mér.“

15 ára á götunni

Á unglingastigi byrjaði Sigurrós að drekka og fann strax fyrir létti, fann lausn á sínum vandamálum.

„Ég sótti mikið í að fara til Reykjavíkur því þar var auðvelt að komast í fíkniefni. Ég var 15 ára þegar ég var fyrst á götunni í Reykjavík,“ segir hún.

„Ég man þegar ég var í bakhúsi með miklu eldra fólki í mikilli neyslu og sagði hvað ég væri gömul þá var mér hent út því fólkið þar vildi ekki lenda í vandræðum vegna þess að ég væri svona ung. Þar lærði ég að það væri best að þegja bara.“

Slapp úr kerfinu og neyslan varð harðari

Neyslan jókst og Sigurrós fór á milli unglingaheimila sem gerðu lítið fyrir hana.

„Ég er fyrsti árgangur sem varð sjálfráða átján ára og fannst ég vera að tapa miklu. Þegar ég loksins slapp úr kerfinu korter í átján fór ég á fullt í að vinna upp tapaðan tíma og neyslan varð harðari og verri.“

Sautján ára fór hún einnig inn á Vog, sem var tilraun kerfisins til að skila henni af sér. Að hennar sögn kynntist hún fleira fólki og sé þetta ekki staður fyrir börn eða ungt fólk.

Elskar sig í dag

Sigurrós varð edrú árið 2007 en síðan hefur hún unnið mikla sjálfsvinnu, sér í lagi síðustu tvö ár.

„Ég var komin á vondan stað, ég fann að ég þyrfti að elska sjálfa mig til þess að ég gæti orðið besta mamman fyrir strákana mína.“

Hún hefur barist við átraskanir frá tíu ára aldri, í öllum myndum. Hún tók ákvörðun um að standa nakin fyrir framan spegil og segja nokkur jákvæð orð við sjálfa sig á hverjum degi, til að byrja með.

„Ég elska mig mikið í dag og ég finn og sé hvernig það hefur skilað sér í börnin mín. Þetta er ást sem er ekki egósentrísk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram