fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fókus

Hús íslandsvinar stórskemmt eftir skógarelda

Fókus
Mánudaginn 16. desember 2024 14:30

Rainn Wilson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimili bandaríska leikarans og leikstjórans Rainn Wilson í Kaliforníu brann næstum til grunna í skógareldum í síðasta mánuði.

Leikarinn greindi frá því á Instagram þann 11. nóvember að  heimili hans og eiginkonu hans, Holiday Reinhorn, hefði orðið fyrir barðinu á skógareldum sem riðu yfir Ventura-sýslu í nóvember.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by RAINN WILSON (@rainnwilson)

Wilson, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Dwight Schrute í The Office, horfði á jákvæðu hliðarnar í myndbandinu og sagðist þakklátur fyrir að heimilið væri ekki gjöreyðilagt eins og svo mörg önnur á sömu slóðum. Hann sagði heimili þeirra „mjög alvarlega skemmt, en við fengum að halda heimili okkar,“ ólíkt sumum nágrönnum þeirra. Hann hrósaði eiginkonunni og sagði hana hafa frelsað dýrin þeirra, svínin Amy og Snorty, sem bjuggu í hlöðu á landi hjónanna. Kallaði hann þau hjónin heppnasta fólkið í Ventura.

Föstudaginn 13. desember, rúmum mánuði eftir brunann, deildi leikarinn nýju myndbandi á Instagramsíðu Soul Boom, sem er hlaðvarp sem Wilson heldur úti. Í því gengur hann í gegnum heimili sitt.

„Jæja, þetta er ekki eitthvað sem ég hélt að ég myndi gera. Að ganga í gegnum leifarnar af svefnherberginu mínu og skápnum mínum og baðherberginu, og þarna er salernið mitt. Salernið mitt með ösku.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Soul Boom (@soulboom)

Þegar hann hélt áfram að ganga í gegnum heimilið og sýna fylgjendum sínum stöðu skrifstofunnur og annarra herbergja í kjölfar eldsvoðans, sagði Wilson: „Hér er einhver dýrmæt lexía. Ég er ekki viss um hver hún er, dauði og bruni kennir þér lexíu um hverfulleika lífsins og dýrmæti þess sem við höfum. Þannig að ég vona að þið verðið öll þakklát í dag fyrir það sem þið hafið,“ sagði hann við fylgjendur sína áður en hann spurði þá hvaða lexíur þeir teldu að hann gæti verið að „gangast í“ vegna brunans.

„Þetta er allt svolítið mikið fyrir mig,“ útskýrði hann og bætti við að hann yrði „svo yfirbugaður, heilinn á mér slekkur bara á sér, ég get varla unnið úr þessu áfalli.“

Leikarinn bætti við að hann væri þakklátur fyrir að megnið af heimili þeirra hjóna í Kaliforníu sé óskemmt þrátt fyrir eldinn. „Í öskunni er staðurinn þar sem við hugsum best um það sem raunverulega skiptir máli í lífi okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“
Fókus
Í gær

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst