fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fókus

Hart tekist á um verðlagningu á vinsælu jólaskrauti – „Fólk er fífl ef það kaupir það“

Fókus
Mánudaginn 16. desember 2024 13:13

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir neytendur tókust á um verðlagningu á jólaskrauti í Facebook-hópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi. Eins og nafnið gefur til kynna er markmið hópsins að vekja athygli á verðlagi á hinum ýmsu vörum hér á landi.

„Finnst engum nema mér það galið að það er verið að selja pappastjörnur í glugga fyrir allt að 26 þúsund krónur,“ spurði ein kona. Hún segir ekki um hvaða skraut hún er að tala um en er líklegast að tala um pappastjörnu sem fæst í Dimm sem kostar 25.990 krónur. Stjarnan er frá skandinavíska merkinu Watt&Veke. Það þarf að kaupa peru og perustæði aukalega, sem kostar 3.980 krónur, þannig samtals er verðið á öllum pakkanum 29.970 krónur.

Skjáskot/Dimm.is

Algjörlega galið

Svörin létu ekki á sér standa og hafa yfir hundrað athugasemdir verið ritaðar við færsluna.

Margir tóku undir með konunni um að þetta væri of dýrt fyrir pappaskraut.

„Jú, algjörlega galið og enn meira galið að það sé hægt að selja Íslendingum nánast að því er virðist hvað sem er á hvað sem er,“ sagði ein.

Einn sagði einfaldlega: „Fólk er fífl ef það kaupir það.“

Ein var ekki alveg að trúa verðlagningunni: „Hlýtur að vera misskilningur? Er það kr 2.600.- Eða er þessi póstur bara djók?“

Fólk hefur valið

Aðrir voru ekki alveg á sama máli og sögðu að enginn sé að neyða fólk til að kaupa þessar stjörnur.

„Frjáls verðlagning sem betur fer. Fólk hefur val og klárlega markaður fyrir þetta sem er frábært,“ sagði einn.

Nokkrir sögðu að um „merkjavöru“ væri að ræða og það væri hægt að finna ódýrari stjörnur annars staðar.

„Það er eins og fólk reyni að finna það dýrasta sem það getur til að fara í fýlu. Ef þig vantar til dæmis góðan hníf í eldhúsið þá kostar hann 3 þúsund sirka í Ikea. En maður getur líka keypt Zwiling á 20þús. Spurning um smekk og hvað þú átt í veskinu þínu.“

Önnur sagði: . „Jú… Þú getur fengið pappastjörnu í Ikea á tæpar tvö þúsund… En kannski ekki rétta merkið…“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“
Fókus
Í gær

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst