fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fókus

Tíu hötuðustu sjónvarpsþáttapersónurnar

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 15. desember 2024 16:30

Einn leikarinn var svo hataður að hann þurfti að hætta í greininni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll eigum við okkar uppáhalds sjónvarpsþætti og uppáhalds sjónvarpsþátta persónur. Persónur sem ylja okkur og veita okkur gleði og kátínu. En vitaskuld er önnur hlið á peningnum og þar af leiðandi persónur sem við gjörsamlega fyrirlítum og knýja heift okkar. Það þýðir ekki endilega að sjónvarpsþátturinn sé slæmur, þvert á móti þýðir það að hann nær að vekja hjá okkur tilfinningar.

Á síðunni Ranker.com kusu netverjar sína hötuðustu sjónvarpsþáttapersónur og eru þær 10 efstu eftirfarandi.

  1. Petyr Baelish (Aidan Gillen) – Game of Thrones.

„Litli fingur“ er einn útsmognasti og smeðjulegasti karakterinn af mörgum útsmognum og smeðjulegum í þáttunum um Krúnuleikana. Áhorfendur vita sjaldnast hvar þeir hafa hann og traustið í hans garð er núll.

  1. Rachel Berry (Lea Michele) – Glee

Margir segja að Rachel hafi pirrandi rödd, sem er stórt atriði í söngleikjaþáttum, en enn þá fleiri hata Rachel út af ákvörðununum sem hún tekur og áhrifum á aðrar persónur. Og einhverra hluta vegna kemst hún alltaf upp með allt.

  1. Shou Tucker – Full Metal Alchemist

Hataðasta persónan í japönskum teiknimyndaþáttum. Shou Tucker framkvæmir ólöglegar tilraunir á eiginkonu sinni og dóttur án þess að blikka auga.

  1. Todd Alquist (Jesse Plemons) – Breaking Bad

Todd Alquist er ekki aðeins siðblindur glæpamaður sem vílar ekki fyrir sér að drepa eða pína fólk. Hann er einnig stórskrýtinn og hefur ákaflega óþægilega nærveru. Áhorfendur eru aldrei í rónni þegar hann er á skjánum.

  1. Caillou – Caillou

Hataðasta teiknimyndapersónan. Caillou þykir afar pirrandi krakki, frekjudós með pirrandi rödd og vælir sífellt.

  1. The Governor (David Morrissey) – The Walking Dead

Nokkrar persónur úr The Walking Dead voru ofarlega á blaði hjá netverjum, svo sem Ed Peletier, Lori Grimes og Shane Walsh. Engin kemst þó nálægt hinu miskunnarlausa en jafn fram sjarmerandi illmenni Philip Blake, eða The Governor.

  1. Livia Soprano (Nancy Marchand) – The Sopranos

Þættirnir um Soprano mafíufjölskylduna hrundu af stað byltingu í sjónvarpsþáttagerð og það var ekki síst vegna frábærrar persónusköpunar. Livia Soprano, móðir mafíuforingjans Tony, er persónan sem áhorfendur elska að hata. Hún spilar með fólk og veldur deilum í fjölskyldunni og er ekki lítið pirrandi og neikvæð.

  1. Cersei Lannister (Lena Headley) – Game of Thrones

Cersei er langlífasta illmennið í Game of Thrones. Allt frá fyrsta þætti og fram á þann síðasta er hún óvinur okkar. Verk hennar eru að stærstum hluta knúin áfram af ást á börnunum sínum, sem væri virðingarvert…..ef börnin hennar væru ekki algjör afstyrmi eins og hún sjálf.

  1. Ramsay Bolton (Iwan Rheon) – Game of Thrones

Við kynnumst Ramsay frekar seint í sögunni þegar við erum rétt byrjuð að jafna okkur á Joffrey. Ramsay er algjörlega truflaður sadisti. Hann er svo vondur að fólkið sem hann pínir fær samúð áhorfandans, jafn vel þó það hafi sjálft framið ódæði skömmu áður.

  1. Joffrey Baratheon (Jack Gleeson) – Game of Thrones

Game of Thrones tekur þrjú efstu sætin og vitaskuld er það Joffrey Baratheon sem situr á hásætinu. Hinn úrkynjaði og siðfatlaði vælukjói sem situr ranglega á stóli konungs Westeros í skjóli móður sinnar og afa. Jack Gleeson lék hlutverkið svo vel að hann sem leikari varð hataður í kjölfarið og þurfti að taka sér hlé frá greininni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“