fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Er veröldin eins og við þekkjum hana í raun sýndarveruleiki?

Fókus
Sunnudaginn 15. desember 2024 18:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvað ef allt sem þú sérð, finnur og upplifir er ekki raunverulegt?“

Þessari spurningu velta félagarnir í Álhattinum fyrir sér í nýjasta þætti sínum þar sem þeir kafa ofan í áhugaverða samsæriskenningu sem nýtur töluverðra vinsælda, sýndarveruleikatilgátuna. Jafnvel auðkýfingurinn Elon Musk hefur lýst því yfir að það séu til sannfærandi vísbendingar um að þessi tilgáta eigi við rök að styðjast.

Hvað ef veröldin er ekkert annað en sýndarveruleiki?

Heimspekingurinn Nick Bostrom kom með þá tilgátu árið 2003 að heimurinn og allt í honum gæti mögulega verið tálsýn, sýndarveruleiki. Sumir vísindamenn segja að þessi tilgáta sé svo sennileg að líklega séu um helmingslíkur á því að hún sé sönn. Jafnvel vísindaáhrifavaldurinn Neil deGrasse Tyson segir nokkuð til í þessari hugmynd. Aðrir vísindamenn hafa þó bent á að tilgátan sé þess eðlis að það sé hvorki hægt að sanna hana né afsanna, svo farsælast sé að verja ekki of miklum tíma í að rannsaka hana.

Það breytir því þó ekki að hér er um mjög áhugaverða kenningu að ræða. Álhattar segja í lýsingu þáttar:

„Hvað ef allt sem þú sérð, finnur og upplifir er ekki raunverulegt? Hvað ef veröldin sem við búum í er ekkert annað en sýndarveruleiki, fullkomlega hannaður til að blekkja skynjun okkar og halda okkur frá hinum sanna raunveruleika? Þetta er spurningin sem liggur til grundvallar hermiveraldarkenningunni (e.Simulation Theory), sem hefur vakið ófáar vangaveltur heimspekinga, vísindamanna og samsærissinna undanfarin ár og í raun frá upphafi siðmenningar eða a.m.k. frá því heimspeki varð til.

Kenningin byggir á þeirri hugmynd að allt sem við upplifum sé hluti af risatölvuforriti, hönnuðu af einhvers konar æðri og tæknivæddari siðmenningu, óþekktum valdaöflum eða jafnvel „forriturum“ sem stjórna heiminum. Frá Platón til hugmynda Nick Bostroms og James Gates hafa margir fjallgreindir og virtir vísindamenn haldið því fram að við búum í sýndarveruleika þar sem alheimurinn fylgi lögmálum sem minna meira á tölvukóða frekar en náttúrulögmál.“

Álhattar reka að tilraunaeðlisfræðingurinn James Gates hefur bent á að undirstöðulögmál eðlisfræðinnar minni um margt á tölvukerfi.

Falskar minningar sem margir deila

Svo velta álhattar fyrir sér öðrum þræði sem er einstaklingum áhugaverður – svokölluð Mandela-áhrifin. Margir hafa upplifað að muna eftir atburðum og öðru sem á sér svo enga stoð í raunveruleikanum. Nafnið má rekja til fyrrverandi forseta Suður-Afríku, Nelson Mandela. Margir eiga falskar minningar um að Mandela hafi látið lífið í fangelsi. Það gerði hann þó ekki. Mandela losnaði úr fangelsi árið 1990 og lést ekki fyrr en árið 2013, sem frjáls maður. Annað dæmi er kvikmyndin Shazam, en rosalega margir eru sannfærðir um að gamanleikarinn Sinbad hafi leikið í kvikmynd með því nafni þar sem hann fór með hlutverk anda sem uppfyllti óskir barna. Aðdáendur Star Wars eru margir sannfærðir um að Svarthöfði hafi sagt: Luke, ég er faðir þinn. Hann sagði í raun: Nei, ég er faðir þinn. Margir eru sannfærðir um að skottið á Pikachu, persónu í Pokémon-myndunum, sé svart. Það er gult. Friðþjófur forvitni var aldrei með skott, Tom Cruise var ekki með sólgleraugu í fræga dansatriðinu í Risky Business og áfram mætti lengi telja.

Álhattar velta fyrir sér hvort Mandela-áhrifin hafi eitthvað með sýndarveruleikatilgátuna að gera.

„Einhvers konar sameiginlegar falsminningar. Gætu slík fyrirbæri verið villur í kerfinu? Er alheiminum í raun stýrt af ósýnilegum öflum sem tryggja að við sjáum aðeins það sem þau vilja að við sjáum?

Í þessum þætti Álhattarins kafa Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór djúpt í þessa stórmerkilegu kenningu. Þeir skoða hvernig hugmyndir Platós, Descartes, Immanuels Kant og nútímavísindamanna eins og James Gates og Nick Bostrom varpa ljósi á mögulega hermiveröld. Þeir kanna líka hvernig skammtafræði, strengjafræði og poppmenning, eins og The Matrix og The Truman Show, varpa ljósi á eðli veruleikans. Eða óeðli.

En hvað ef þetta er allt samsæri? Hvað ef raunveruleikinn sem við trúum á er ekki annað en blekking? Erum við í raun leikmenn eða karakterar í stórkostlegum tölvuleik eða er alheimurinn einfaldlega flóknari en við höfum skilning á? Erum við öll keppendur á óraunveruleikunum? Þetta og margt fleira í þessum djúphugsaða, vonandi vitsmunalega og stórskemmtilega þætti Álhattarins.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“