„Eina ástæðan fyrir því að ég vil að þú sért í sambandi er að lífið þitt er betra með þessa manneskju í lífinu þínu heldur en án þess,“ segir Þórhildur.
„Við eigum að velja sambönd sem gera lífið okkar betra heldur en ef þessi manneskja væri ekki í lífinu okkar. Það þýðir ekki að sambandið á alltaf að vera ógeðslega næs og æðislegt, bara í heildarmyndina er lífið þitt betra með þessa manneskju í lífi þínu.“
Þórhildur hefur umsjón með vinsælu Instagram-síðunni Sundur og saman. Hún er verkfræðingur að mennt, lærði einnig jógakennarann en í dag eiga sambönd allan hug hennar. Hún býður bæði einstaklingum og pörum upp á námskeið til að hjálpa fólki að skapa heilbrigt og fallegt samband.
Eins og fyrr segir er Þórhildur komin aftur á Instagram eftir nokkurra mánaða pásu. Hún segir að hún hefur saknað þess að vera á miðlinum.
„Ég er spennt að koma aftur,“ sagði Þórhildur í samtali við DV.
„Að styðja einstaklinga til að finna og skapa sitt besta líf með tilliti til sambanda er mín helsta ástríða. Hlakka til að gefa meira af mér.“
Þórhildur var gestur í Fókus, spjallþætti DV, í fyrra og ræddi um opin sambönd, lífið og tilveruna. Horfðu á þáttinn hér eða hlustaðu á Spotify.