Sömu leitarorð rata á listann ár eftir ár og á toppi listans trónir sama orðið fjórða árið í röð. Samt sem áður hefur þetta vakið athygli þar sem mörgum þykir þetta „furðulegt“ blæti.
Samkvæmt Pornhub var „hentai“ vinsælasta leitarorðið. Síðan komu leitarorðin „MILF“, „lesbian“ og „anal“.
Hentai er hugtak sem er notað yfir grófar klámfengnar teiknimyndir, oft á tíðum er þetta tegund af japönsku anime eða í þeim stíl.
Þó að teiknimyndaklám hafi verið vinsælast í ár var fólk líka meira að leita að „alvöru kynlífi“ eða „venjulegu kynlífi.“ Vinsældir þeirra leitarorða jukust um 50 prósent.