Hún ræddi um þetta í myndbandi á TikTok, þar sem hún er með tæplega 170 þúsund fylgjendur. Kyana er enn vinsælli á Instagram þar sem hún er með yfir 530 þúsund fylgjendur.
„Ég hef búið núna á Íslandi í rúmlega fimm ár en það er eitt sem er alltaf ákveðið menningarsjokk fyrir mig. Og það eru barneignir,“ segir hún.
Hún segir að það sé mikill munur á barneignum Íslendinga og Bandaríkjamanna.
Í Bandaríkjunum er ákveðin röð á hlutunum. Fólk kynnist, byrjar saman, trúlofast, giftist, flytur inn saman og eignast síðan börn.
Á meðan á Íslandi er engin röð á þessu og það er algengara að fólk eignist barn fyrir hjónaband heldur en öfugt.
„Fólk á Íslandi sem er að eignast börn er ekki gift, ekki einu sinni trúlofað. Það er bara að eignast börn því það er venjulegt hérna. Það er engin samfélagsleg pressa að fylgja einhvers konar röð og reglu með þetta,“ segir hún.
Hún útskýrir þetta nánar í spilaranum hér að neðan.
@kyanasue Gets me everytime #iceland #cultureshock #americanabroad ♬ original sound – Kyana Sue Powers • Iceland