fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 13. desember 2024 09:29

Kyana Sue Powers.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski áhrifavaldurinn Kyana Sue Powers hefur verið búsett á Íslandi undanfarin fimm ár. Hún er því ýmsu vön en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart: barneignir Íslendinga.

Hún ræddi um þetta í myndbandi á TikTok, þar sem hún er með tæplega 170 þúsund fylgjendur. Kyana er enn vinsælli á Instagram þar sem hún er með yfir 530 þúsund fylgjendur.

Sjá einnig: Varð ástfangin af landinu og er nú þekkt sem Ameríkaninn sem flutti til Íslands – Náði mögnuðu myndbandi af sjaldgæfu fyrirbæri

„Ég hef búið núna á Íslandi í rúmlega fimm ár en það er eitt sem er alltaf ákveðið menningarsjokk fyrir mig. Og það eru barneignir,“ segir hún.

Hún segir að það sé mikill munur á barneignum Íslendinga og Bandaríkjamanna.

Í Bandaríkjunum er ákveðin röð á hlutunum. Fólk kynnist, byrjar saman, trúlofast, giftist, flytur inn saman og eignast síðan börn.

Á meðan á Íslandi er engin röð á þessu og það er algengara að fólk eignist barn fyrir hjónaband heldur en öfugt.

„Fólk á Íslandi sem er að eignast börn er ekki gift, ekki einu sinni trúlofað. Það er bara að eignast börn því það er venjulegt hérna. Það er engin samfélagsleg pressa að fylgja einhvers konar röð og reglu með þetta,“ segir hún.

Hún útskýrir þetta nánar í spilaranum hér að neðan.

@kyanasue Gets me everytime #iceland #cultureshock #americanabroad ♬ original sound – Kyana Sue Powers • Iceland

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“