Björgvin er nýjasti gestur Kiddu Svarfdal í hlaðvarpsþættinum Fullorðins. Fjallað er um þáttinn á Nútímanum.
Björgvin segir að hann og barnsmóðir hans hafi komist að þessu áður en þetta var gert opinbert í fjölmiðlum, en dóttir hans, Edda Lovísa Björgvinsdóttir, steig fram í viðtölum árið 2021 og lýsti starfi sínu á síðunni. Í september í fyrra greindi hún frá því að hún væri hætt vegna áhrifanna sem starfið var farið að hafa á andlega heilsu hennar.
Sjá einnig: Edda Lovísa hætt á OnlyFans – „Mig langaði ekki að gera þetta, en þurfti samt að borga leigu“
„Við settumst bara niður með henni og spurðum um hvernig staðan væri og hún bara viðurkenndi það. Hún bara „Já, þetta er svona og svona…““
Björgvin viðurkennir að þetta hafi verið smá áfall en hann hafi lært að vinna í gegnum það og koma inn á núvitundina.
Þau spurðu hvort hún væri að meiða sig eða ganga yfir eigin mörk. „Og hún sagði nei. Ókei elskan, þú vilt þetta. Já og allt þetta með þessa mýtu að maður græðir svo mikið og að maður sé sinn eigin herra. Ég leyfi ykkur, bara að hlusta á hennar viðtöl sérstaklega eftir að hún hætti. Þegar hún fór að hreinsa upp mikið af þessum mýtum,“ segir Björgvin.
„[Við sögðum við hana]: „Við elskum þig og við erum alltaf til staðar og getur alltaf leitað til okkar,“ og ég held líka sem vann með okkur er að við lokuðum bara ekki á hana,“ segir Björgvin og bætir við að hann hefur séð það gerast hjá öðrum fjölskyldum, að foreldrar loki á börnin sín sem geri lítið gagn.
Eins og fyrr segir hætti Edda Lovísa á OnlyFans fyrir rúmlega ári síðan og af því að samband hennar og foreldra hennar var gott þá gat hún leitað til þeirra vegna vanlíðan í starfi.
„Það var verið að hóta henni, […] hún gat ekki farið út neins staðar og þetta allt fór í óefni. Þá bara sneri hún alveg við blaðinu, hætti bara og sagði að þetta væri ekki í lagi og fór hreinlega bara að tala gegn klámi,“ segir Björgvin.
Björgvin segist stoltur af dóttur sinni sem er nú að sinna forvörnum. „Ef ég man rétt hafði Neyðarlínan samband við hana því það var verið að gera verkferla hjá þeim hvernig væri hægt að hjálpa stúlkum úr svona aðstæðum,“ segir hann.
Edda Lovísa hefur gert það gott á öðrum sviðum. Hún lék í kvikmyndinni Einskonar ást fyrr á árinu og gaf út plötuna Stages of Grief í haust.
Horfðu á þáttinn á Brotkast.is