fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Fókus
Miðvikudaginn 11. desember 2024 21:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Bretakonungur var krýndur vorið 2023, þá tæplega 75 ára að aldri. Skömmu síðar var opinberað að konungurinn glímir við krabbamein. Konungsfjölskyldan hefur lítið tjáð sig um hvernig baráttan við meinið gengur en Donald Trump segir að Vilhjálmur prins hafi sagt sér á dögunum að Karl sé að berjast af öllum mætti.

Karl hefur þurft að hlífa sér og Vilhjálmur prins hefur því tekið á sig mikið af verkefnum föður síns. Svo mikið í raun að slúðurmiðlarnir eru farnir að spá því að Karl muni afsala sér krúnunni til Vilhjálms á næstunni. Þá geti konungurinn hugsað að heilsu sinni og Bretland fengið þjóðhöfðingja sem er hraustur. In Touch Weekly gengur svo langt að spá því að Karl muni stíga til hliðar á nýju ári. Þannig verði Vilhjálmur konungur og eiginkona hans, Katrín, drottning. Heimildarmenn spá því að þessi sögulega tilkynning komi í kringum jólin.

Heimildarmaður sagði við miðilinn að hvíslað sé um þessi áform á götum hallarinnar. „Karl beið þess svo lengi að verða konungur en eins og staðan er núna getur enginn áfellst hann fyrir að sleppa takinu af hásætinu svo hann geti átt sitt ævikvöld í friði.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone