fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 11. desember 2024 12:48

Hannah varð vinsæl á TikTok eftir að hún sýndi allar skítugu bleyjurnar heima hjá sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mömmuáhrifavaldurinn Hannah Hiatt sætir nú rannsókn vegna ásakana um vanrækslu á barni og ofbeldi.

Hannah hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki undanfarið en sérstaklega eftir að hún birti myndband af syni sínum, James. Í kjölfarið fór fólk að skoða gömul myndbönd og taldi sig hafa fundið vísbendingar um að Hannah og maðurinn hennar væru að vanrækja drenginn og hugsanlega beita hann ofbeldi.

Hannah kom fyrst fram á sjónarsvið í október þegar myndband hennar vakti gríðarlega athygli, en í því sýndi hún áhorfendum að það væri sautján skítugar bleyjur á dreif um húsið.

Myndbandið sem gerði útslagið, sem varð til þess að fólk fór að sýna Hönnuh og hegðun hennar meiri athygli, var myndband af James sitjandi í búðarkerru í matvöruverslun. Faðir hans, maður Hönnuh, kom síðan upp að honum og mátti sjá James bera hönd yfir höfuð sér. Mörgum þótti þetta merki um að drengurinn hafi verið viðbúinn að verða fyrir ofbeldi, eins og þetta væri eitthvað sem hann væri vanur.

Sjáðu myndbandið hér að neðan.

@fify_nify2 That baby defended his face like he has had time when he was hit on the face 🤷‍♀️ .#nursehannah #nursehannah #hannahbhiatt #flinch #baby #sad #foryoupage #hannahbhiattkid #17diapers ♬ original sound – fify_nify2

Eins og fyrr segir hafa netverjar verið að skoða gömul myndbönd. Í mörgum þeirra má sjá Hönnuh og eiginmann hennar neita drengnum um mat. Í einu má sjá Hönnuh og manninn hennar borða stóran skammt af kjúklingum og frönskum á meðan drengurinn er með nokkur kálblöð á disk, mjög leiður að sjá. Hannah sagði að þannig tekst þeim að spara þegar þau fara út að borða, með því að kaupa ekkert handa drengnum.

@xoxogossipmom1 I mean give him a pouch or something #fyp #fypシ #trendingvideo #17diapersmom #nursehannah #nurse #family #dramatiktok ♬ original sound – xoxo gossip mom

Lögreglan í Utah staðfesti í samtali við People í gær að Hannah væri nú undir rannsókn eftir að barnavernd og lögreglu barst fjöldi ábendinga um öryggi drengsins.

Netverjar taka þessum fréttum fagnandi og vona að drengurinn fái réttlæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla