Þau eiga von á barni en Fox greindi frá gleðitíðindunum í nóvember. Samkvæmt TMZ hættu þau saman viku seinna, um þakkargjörðarhelgina.
Fox á að hafa fundið óviðeigandi efni í síma Kelly sem varð til þess að hún ákvað að slíta sambandi þeirra. Ekki er vitað hvort þetta hafi verið myndir, skilaboð eða eitthvað annað.
Stjörnuparið byrjaði saman í maí 2020 og trúlofuðust í janúar 2022. En síðastliðin tvö ár hafa þau verið sundur og saman. Árið 2023 var orðrómur á kreiki um að Kelly hafi haldið framhjá Fox og telja aðdáendur söguna hafa endurtekið sig en í þetta sinn hafi Fox fengið nóg.
Sjá einnig: Nýr framhjáhaldsskandall skekur Hollywood – Vandræði í paradís hjá Megan Fox og MGK
Margir spyrja sig einnig hvort Fox sé komin með nýjan kærasta, en slúðurmyllan erlendis segir að hún og leikarinn Michele Morrone séu að stinga saman nefjum.
Morrone lék með Fox í myndinni Subservience, en er þekktastur fyrir að leika ítalska kyntröllið Don Massimo í vinsælu 365 days myndunum.
Myndband af þeim hefur farið eins og eldur í sinu um netheima en þykja aðdáendum þau ansi kumpánleg og miklir straumar á milli þeirra.
honestly if megan fox dumped mgk for this fine man i would not blame her AT ALLLLL pic.twitter.com/QPC3xkA1Na
— mira⚡️ (@miraonthemic) December 9, 2024
Talsmaður Morrone sagði í samtali við E! News að þau væru bara góðir vinir, en aðdáendur eru ekki að kaupa það.