fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 11. desember 2024 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Megan Fox og tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly eru hætt saman.

Þau eiga von á barni en Fox greindi frá gleðitíðindunum í nóvember. Samkvæmt TMZ hættu þau saman viku seinna, um þakkargjörðarhelgina.

Mynd/Instagram

Fox á að hafa fundið óviðeigandi efni í síma Kelly sem varð til þess að hún ákvað að slíta sambandi þeirra. Ekki er vitað hvort þetta hafi verið myndir, skilaboð eða eitthvað annað.

Stjörnuparið byrjaði saman í maí 2020 og trúlofuðust í janúar 2022. En síðastliðin tvö ár hafa þau verið sundur og saman. Árið 2023 var orðrómur á kreiki um að Kelly hafi haldið framhjá Fox og telja aðdáendur söguna hafa endurtekið sig en í þetta sinn hafi Fox fengið nóg.

Sjá einnig: Nýr framhjáhaldsskandall skekur Hollywood – Vandræði í paradís hjá Megan Fox og MGK

Ítalska kyntröllið neitar

Margir spyrja sig einnig hvort Fox sé komin með nýjan kærasta, en slúðurmyllan erlendis segir að hún og leikarinn Michele Morrone séu að stinga saman nefjum.

Morrone lék með Fox í myndinni Subservience, en er þekktastur fyrir að leika ítalska kyntröllið Don Massimo í vinsælu 365 days myndunum.

Myndband af þeim hefur farið eins og eldur í sinu um netheima en þykja aðdáendum þau ansi kumpánleg og miklir straumar á milli þeirra.

Talsmaður Morrone sagði í samtali við E! News að þau væru bara góðir vinir, en aðdáendur eru ekki að kaupa það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fókus
Í gær

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Í gær

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástæðan fyrir að Friends eru enn vinsælir 20 árum eftir lok þáttanna

Ástæðan fyrir að Friends eru enn vinsælir 20 árum eftir lok þáttanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“