fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Fókus
Miðvikudaginn 11. desember 2024 09:30

Bríet Ísis Elfar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistargagnrýnandinn Jónas Sen gefur hátíðartónleikum Bíretar í Silfurbergi í Hörpu síðastliðið sunnudagskvöld slaka dóma. Segir hann söngstíl Bíetar vera einkennilegan. Þetta kemur fram í dómi á Vísir.is is.

„Söngstíllinn var undarlegur, það var nánast eins og Bríet opnaði aldrei almennilega munninn þegar hún söng. Samhljóðar voru linir og loðnir og stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið. Útkoman var sú að maður skildi varla nokkuð sem hún söng. Fyrir bragðið fór inntak laganna – sem voru fjölmörg – fyrir ofan garð og neðan.“

Jónas, sem gefur tónleikunum tvær og hálfa stjörnu af fimm mögulegum, segir að lögin sem Bríet flutti hafi verið keimlík og lítil fjölbreytni í útsetningum. Hann hrósar þó gestum Bríetar á tónleikunum, sem hann segir hafa verið með allt á hreinu, en þetta voru Högni Egilsson, Ásgeir Trausti, Valdimar og Birnir.

Jónas segir að hvítklæddur barnakór sem söng með Bríeti í nokkrum lögum hafi virkað bældur og söngurinn of lágstilltur.

Jónas segir að heildarútkoman hafi ekki verið sérstök og stemningin ekki heldur.

„Áheyrendur klöppuðu yfirleitt bara pent á eftir hverju lagi og húrrahróp hér og þar voru fyrst og fremst kurteisleg. Enginn stóð upp og dansaði. Manni leið eins og á virðulegum kammertónleikum.“

Segir hann tónleikana í heild hafa verið rislitla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ívar: „Það er búið að taka þetta viðtal út af netinu og ég þakka guði fyrir það“

Ívar: „Það er búið að taka þetta viðtal út af netinu og ég þakka guði fyrir það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona breytir gervigreindin frægu málverki

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona breytir gervigreindin frægu málverki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ljósbrot hlaut aðalverðlaunin í Gautaborg

Ljósbrot hlaut aðalverðlaunin í Gautaborg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Massaður hálf nakinn lögmaður sem gefur ekkert eftir

Vikan á Instagram – Massaður hálf nakinn lögmaður sem gefur ekkert eftir