fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Fór í rekstur þegar hún byrjaði í barneignaferlinu – „Það hefur gengið vonum framar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 8. desember 2024 10:29

Svava Kristín Grétarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttakona á Stöð 2, er vön að hafa marga bolta á lofti. Í gegnum árin hefur hún einnig starfað í háloftunum og segir innanlandsflugin lang skemmtilegust. Hún hefur auk þess staðið í rekstri á veislusalnum Cava Club um árabil.

Svava Kristín er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Horfðu á brot úr þættinum hér að neðan eða horfðu á hann í heild sinni hér. Þú getur einnig hlustað á Spotify.

video
play-sharp-fill

Cava Club er í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekkunni með útsýni yfir Elliðaárdalinn.

Svava Kristín ákvað að hefja það ævintýri þegar hún byrjaði barneignaferlið. „Ég þurfti að búa mér til einhvern pening því ég var að fara að eignast barn ein og það væri erfitt að fara að ætla að lifa á fæðingarorlofi. Ég vissi líka ekki hvað ferlið myndi taka langan tíma og það var ógeðslega dýrt. Ég þurfti að fara eitthvað inn á sparnaðinn að reyna að búa til þetta blessaða barn, sem tók talsvert lengri tíma en ég bjóst við,“ segir hún.

Tæknifrjóvgunarferlið tók um tvö ár, en allt barneignaferlið tæplega þrjú ár. Dóttir hennar kom í heiminn í janúar 2024.

Svava Kristín og dóttir hennar Andrea Kristný.

Nóg að gera

Svava hefur nú verið með Cava Club í nokkur ár og leynir eftirspurnin sér ekki. Hún hefur varla undan að svara fyrirspurnum og eru haldnir viðburðir þar allar helgar.

Svava Kristín við opnun Cava Club. Mynd/Instagram @sgretars

„Það hefur gengið vonum framar. Það er eiginlega of mikil vinna að vera ein, svo er ég líka með hunda. Það er svolítið mikið á minni könnu stundum, maður sér til hvernig framhaldið verður á þeim rekstri. Það gengur allavega mjög vel eins og er,“ segir hún.

Þó því ævintýri muni hugsanlega ljúka einn daginn þá sér Svava Kristín ekki eftir neinu.

Svava Kristín Grétarsdóttir.

„Það var mjög gaman að fara í eigin rekstur og fá smjörþefinn af því hvernig það er, þetta er bullandi vinna en þetta er ótrúlega gaman líka. Krefjandi og skemmtilegt að sjá þetta byggjast upp, en Guð hvað ég sakna þess oft að vera flugfreyja.“

Svava Kristín starfaði sem flugfreyja hjá Wow Air og færði sig síðan í innanlandsflug. „Það var draumur. Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað það er dásamlegt að vera í innanlandsfluginu,“ segir hún. Hún ræðir flugfreyjulífið nánar í þættinum sem má horfa á í heild sinni hér, eða hlusta á Spotify.

Fylgdu Svövu Kristínu á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 20 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Hide picture