fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Ástæðan fyrir að Friends eru enn vinsælir 20 árum eftir lok þáttanna

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 8. desember 2024 18:30

Kudrow tekur á móti Emmyverðlaunum 1998 Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Lisa Kudrow er ekki hissa á því að sjónvarpsþættirnir Friends séu vinsælir 20 árum eftir að þeir hættu í sýningum. En þættirnir njóta sífellt vinsælda meðal þeirra sem horfðu á þá á sínum tíma á sama tíma og nýjar kynslóðir uppgötva þættina.

„Ég er ekki hissa vegna þess að þættirnir eru góðir og kunnuglegir,“ segir Kudrow, sem lék Phoebe Buffay, eina af vinunum sex.

Þættirnir voru sýndir í tíu þáttaröðum frá 1994 til 2004 og segir Kudrow þá innihalda  „undirmeðvitundarþrá“ fyrir yngri aðdáendur sem ólust upp við farsíma og samfélagsmiðla.

„Þættirnir innihalda eitthvað sem margir þeirra ólust ekki upp við, sem eru persónuleg tengsl og samskipti. Og það hefur alltaf verið kjarninn í öllum vel heppnuðum þáttaröðum. Þess vegna festist fólk við þær og ef þær eru fyndnar, góðar frammistöður leikara, góðir brandarar, þá er það bónus og Friends hafði allt þetta.“

Kudrow fékk Emmy-verðlaunin árið 1998 fyrir hlutverk sitt. Hún minnist þess að margir héldu að þáttaröðin myndi misheppnast og spurðu hana hvort „hópur af ungu fólki sem situr í sófa og talar“ væri jafnvel þáttur.

„Það er ekki mitt vandamál,“ segir Kudrow að hún hafi svarað. „Ég er bara í þessu, en já, þetta er þáttur.“

52,5 milljónir manna horfðu á lokaþátt þáttarins, sem var sýndur í maí 2004, sem gerir lokaþáttaröðina að þeirri fimmtu með mesta áhorfið í sögu Bandaríkjanna.

Í því fyrsta til fjórða eru M*A*S*H (105 milljónir), Cheers (80,4 milljónir), The Fugitive (78 milljónir) og Seinfeld (76,3 milljónir).

Árið 2021 voru aðdáendur himinlifandi þegar hópurinn kom aftur saman fyrir sérstakan endurfundarþátt á HBO Max sem James Corden stýrði.

Kvikmyndin No Good Deed kemur út 12. desember þar sem Kudrow leikur annað aðalhlutverkið á móti Ray Romano (Everybody Loves Raymond)

Myndin er bikarsvört gamanmynd sem fjallar um þrjár fjölskyldur sem keppast í örvæntingu um að kaupa sama heimili í Los Angeles og hjón, leikin af Kudrow og Romano, búa í.

„Svo góður leikari, hann er svo áreynslulaus og hann virðist vera svo góð manneskja… ég hafði á tilfinningunni að þetta myndi ganga mjög vel og það gerði það! Já, við eigum margt sameiginlegt,“ segir Kudrow um Romano.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 3 dögum

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“