fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Ragnhildur segir valdeflandi að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 6. desember 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, Ragga nagli, fjallar um mörk í samskiptum í nýjustu færslu á Facebook-síðu sinni.  Þar segir hún fátt meira valdeflandi en að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk.

„Mörk eru ekki bara að segja NEI. Mörk eru væntingar og leiðbeiningar um framkomu og hegðun frá öðrum svo við upplifum öryggi í sambandinu.

Fátt er meira valdeflandi en að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk.

Nú þegar jólaboðin hrannast upp í desembermánuði eru mörg með svita á augnlokum og grjóthnullung í maga yfir að hitta ákveðna fjölskyldumeðlimi.

Sumir svitna á rasskinnunum við tilhugsunina að setja fjölskyldumeðlimum mörk.

Finnst dónalegt og ruddalegt að stama út úm túlann staðföstum skilaboðum um hvaða hegðun sé í boði.“

Mynd: Ragga nagli

Ragga segir fjölskyldur hafa sinn eigin óskrifaða sáttmála um aðgengi, umgengni og samskipti. Það er ákveðið kerfi í gangi og hver og einn á að leika sitt hlutverk.

„Það eru væntingar um viðbrögð og framkomu frá hvort öðru. Þó sama blóð streymi um æðarnar þá hafa fjölskyldumeðlimir ekki rétt á svívirðingum og eitraðri framkomu.

Þegar þú finnur innri styrk og staðfestu til að brjóta upp mynstrið þá krullast efri varir og kreppast tær í níðþröngum lakkskóm.

Þú skapar fjarlægð við fólk sem sýnir endurtekna vanvirðingu og frekju.

Þú lætur ekki stýra þér með alls konar klækjabrögðum

Þú lætur ekki samviskubitsvæða þig í að gera hluti fyrir fólk.

Þú hefur skrúbbað manneskjugeðjun úr þér með klór og bleikiefni.

Þú ert kominn með upp í kok af því að „halda friðinn“

Þér er drull þó þessi eða hin eitraða manneskja sé fjölskyldan þín.

Mörk eru sjálfsrækt sem verndar tilfinningalega, líkamlega og andlega heilsu. Og virðing við sjálfan þig. Mörk eru æðsta form sjálfsvirðingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife