Listaparið Lilja Birgisdóttir og Kjartan Holm hafa sett íbúð sína við Sæviðarsund á sölu.
Um er að ræða 4-5 herbergja endaíbúð á 2. hæð í fjöleignarhúsi sem byggt var árið 1967. Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Í kjallara eru tvær geymslur. Önnur þeirra er 9,6 m² með parketi á gólfi og hefur verið nýtt sem vinnuherbergi/svefnherbergi. Hin geymslan er um 1,5 fm. Rúmgott sameiginlegt þvottahús og þurrkherbergi er einnig í kjallara.
„Sævó komið á sölu. Allt nýtt, æðislegt hverfi og fullt af herbergjum,“ segir Kjartan á Facebook.
Lilja er ljósmyndari og listamaður og rekur ásamt foreldrum sínum, systkinum sínum og mökum þeirra fjölskyldufyrirtækið Fischer, verslun og listarými í við Fischersund 3 í Reykjavík. Kjartan er tónskáld og tónlistarmaður og einn meðlima hljómsveitarinnar For a Minor Reflection.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.