Heimildaþáttaröðin Grindavík eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson hefur göngu sína sunnudaginn 29. desember. Um er að ræða heimildaþáttaröð í sex hlutum.
Í þáttunum er íbúum Grindavíkur fylgt eftir í heilt ár eftir að hörmulegar náttúruhamfarir leiða til þess að bæjarbúum er gert að flýja heimili sín. Körfuboltalið Grindavíkur varð að sameiningartákni bæjarins og leikir liðsins um leið að samverustund fyrir Grindvíkinga að hittast og njóta samveru hverra annarra. Þættirnir taka á upplifun Grindvíkinga a þessu erfiða ári i gegnum körfuboltalið bæjarins.
Grindavík er ekki eingöngu íþróttaþættir, heldur þættir um fólk sem þarf að takast á við þá erfiðu staðreynd að verða flóttamaður í eigin landi og því sé meinað að leita aftur til sinna uppeldisstöðva.
„Við upplifðum þarna að við værum svona límið í samfélaginu“, segir Ingibergur Þór Jónasson formaður körfuknattleiksdeildar UMFG.
„Okkur langar bara að vera heima hjá okkur“, segir Ólafur Ólafsson fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik.
„Maður var neyddur að koma sér í burtu og fara eitthvað annað. Og þú varst ekkert endilega gripinn í því að redda því“, segir Jón Gunnar Margeirsson.
„Íþróttir skipta okkur bara ótrúlega miklu máli. Þetta er það sem við sækjum okkar identity svolítið í og við erum mjög stolt af því að vera íþróttabær“, segir Bryndís Gunnlaugsdóttir. „Er ég bara að fara að missa allt?“
Framleiðsla er í höndum Garðars, Sigurðar og Stöðvar 2 Sports.
Aðstoð við framleiðslu: Egill Birgisson
Obbosí sér um alla eftirvinnslu á þáttunum
Yfirumsjón yfir eftirvinnlsu: Freyr Árnason
Grafík: Leó Þór Lúðvíksson
Litaleiðrétting: Gísli Brynjólfsson
Tónlist: Halldór Gunnar Pálsson
Klipping: Kári Jóhannsson & Sigurður Kr. Ómarsson
Kvikmyndataka: Sigurður Már Davíðsson
Leikstjórn: Garðar Örn Arnarson