fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 4. desember 2024 10:09

Íslendingar tóku vel við sér þegar tónleikar In Flames voru auglýstir. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðar á tónleika sænsku þungarokkshljómsveitarinnar In Flames eru uppseldir. Miðasala hófst á mánudagsmorgun.

Óhætt er að segja að miðar á tónleika In Flames hafi selst eins og heitar lummur. Tilkynnt var um tónleikana í síðustu viku og miðasala hófst klukkan 10 á mánudagsmorgun. Í lok dags í gær voru miðarnir uppseldir.

Tónleikur ehf, sem stendur að tónleikunum sem fram fara í Silfurbergi í Hörpu þann 24. júní næstkomandi, greindi frá því á sunnudag að 1150 miðar væru í boði. Ekki væri hægt að bæta við aukatónleikum.

Sjá einnig:

In Flames til Íslands í sumar

In Flames, sem hafa verið leiðandi í svokölluðu Gautaborgarrokki eða melódísku dauðarokki, hafa gefið út 14 hljóðversplötur á um 30 ára ferli og eru í dag með rúmlega 2 milljónir mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify.

Þetta eru aðrir þungarokkstónleikar sem haldnir eru í Silfurbergi sem seljast upp á skömmum tíma. En í sumar seldust upp tónleikar bandarísku sveitarinnar Manowar sem fram fara þann 1. febrúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu
Fókus
Í gær

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“