fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Fókus

Hélt hún væri að giftast hinum eina sanna þar til svaramaðurinn varpaði fram sprengju

Fókus
Miðvikudaginn 4. desember 2024 14:23

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk kona var að upplifa fullkominn brúðkaupsdag. Hún var að giftast sínum heittelskaða og allt var yndislegt, þar til svaramaðurinn sagði henni leyndarmál nýbakaða eiginmannsins.

Konan leitaði ráða til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Sally Land. Konan er 32 ára og eiginmaður hennar er 35 ára. Þau voru saman í þrjú ár áður en þau gengu í það heilaga.

„Svaramaðurinn í brúðkaupinu okkar varð svo drukkinn að hann sagði mér að eiginmaður minn hefur haldið framhjá mér þrisvar sinnum síðan við trúlofuðumst fyrir hálfu ári,“ segir konan.

„Hann hélt síðast framhjá mér í steggjuninni með vændiskonu, einni viku áður en við giftum okkur. Mér finnst ég niðurlægð og ég veit ekki hvort ég geti nokkurn tíma treyst honum aftur.“

Konan veit ekki hvort hún geti treyst honum aftur. Mynd/Getty Images

Konan komst að sannleikanum í brúðkaupinu sjálfu.

„Ég var að hjálpa vini hans, svaramanninum, sem var dauðadrukkinn. Ég og vinkona mín vorum að hjálpa honum í herbergið sitt og hann fór að tala um hversu yndisleg ég er og að eiginmaður minn verðskuldaði mig ekki. Hann taldi síðan upp þrjár konur sem eiginmaður minn hefur sofið hjá á meðan við vorum saman: Eitt skyndikynni, svo svaf hann hjá samstarfskonu og síðan vændiskonu.

Ég talaði við nýbakaða eiginmann minn um þetta og hann baðst afsökunar og virtist telja málið afgreitt.

Hann sagði að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af skyndikynnunum því „það skipti engu máli.“ Og hann svaf bara hjá samstarfskonunni því hann var að „hugga hana“ því kærasti hennar var að vera tregur að biðja hennar. Með vændiskonuna þá var hann bara að „hafa gaman í steggjunninni.“

Hann hefur sótt um nýja vinnu og lokað á öll samskipti við samstarfskonuna. Hann segist sjá eftir öllu, en ég á erfitt með þetta allt saman, að hann hafi sofið hjá þremur mismunandi konum svona stuttu fyrir brúðkaupið okkar.“

Ráðgjafinn svarar:

„Það er ekki furða að þér líði öðruvísi gagnvart honum. Hjónabandið ykkar hefði ekki getað byrjað verr.

Sum pör geta haldið áfram eftir framhjáhald, en eiginmaður þinn virðist ekki taka neina ábyrgð. Ekki nema hann breyti viðhorfinu sínu alveg svakalega, þá er ég hrædd um að hjónaband ykkar sé dauðadæmt.

Hann ætti að vera að leggja sig fram við að vinna traust þitt á ný. Ég er ekki viss að einhver sem er svo slakur varðandi hjónaband sitt geti breyst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rómantískur eiginmaður fór heim með allt aðra vöru – „Klaufalegt klúður af okkar hálfu“

Rómantískur eiginmaður fór heim með allt aðra vöru – „Klaufalegt klúður af okkar hálfu“
Fókus
Í gær

Þær eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2024

Þær eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2024
Fókus
Í gær

Gummi og Lína ástfangin í fimm ár – „Þú og ég á móti heiminum“

Gummi og Lína ástfangin í fimm ár – „Þú og ég á móti heiminum“
Fókus
Í gær

Þess vegna ætlar hún aldrei aftur að vera dómari í The Voice

Þess vegna ætlar hún aldrei aftur að vera dómari í The Voice
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ófær um að brosa eftir of mikið bótox

Ófær um að brosa eftir of mikið bótox
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi

Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“