Nate, 38 ára, er hálfbróðir rapparans Eminem. Móðir þeirra, Debbie Nelson, lést á mánudag eftir baráttu við lungnakrabbamein, aðeins 69 ára að aldri.
Sjá einnig: Eminem syrgir móður sína sem lést á mánudag
Eminem hefur ekki tjáð sig um fráfall móður þeirra en Nate birti Story á Instagram í gær.
„Hatur og blendnar tilfinningar í dag,“ skrifaði hann.
Rapparinn fór ekki leynt með stormasamt samband hans og móður hans. Í lagi sínu, Cleanin‘ Out My Closet, vísaði hann meðal annars til meintrar ofbeldisfullrar hegðunar hennar og fíkniefnaneyslu. Höfðaði hún á einum tímapunkti mál gegn syni sínum.
Það er ekki vitað hvort Eminem var í sambandi við móður sína áður en hún lést, en talið er að Nate hafi ekki verið í samskiptum við hana.
Þegar hann var átta ára gamall var hann settur í fóstur. Eminem ættleiddi hann þegar Nate var 16 ára gamall. Eminem er fjórtán árum eldri.