fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Eminem syrgir móður sína sem lést á mánudag

Fókus
Miðvikudaginn 4. desember 2024 09:30

Debbie Nelson lést á mánudag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Debbie Nelson, móðir bandaríska rapparans Eminem, lést á mánudag 69 ára að aldri. Banamein hennar var lungnakrabbamein en fyrst var greint frá veikindum hennar í september og kom þá fram að um ólæknanlegt mein væri að ræða.

Debbie var aðeins 17 ára þegar hún eignaðist son sinn en samband þeirra var á köflum stormasamt. Í lagi sínu, Cleanin‘ Out My Closet, vísaði hann meðal annars til meintrar ofbeldisfullrar hegðunar hennar og fíkniefnaneyslu. Höfðaði hún á einum tímapunkti mál gegn syni sínum.

Árið 2007 gaf hún út ævisögu sína þar sem hún skrifaði meðal annars um samband þeirra og sagði honum meðal annars að taka ábyrgð á eigin lífi.

Árið 2013 gaf Eminem, sem heitir réttu nafni Marshall Mathers III, lagið Headlights og eru aðdáendur hans á því að þar hafi hann verið að biðja móður sína afsökunar á þeim illindum sem einkenndu samband þeirra á löngum köflum.

Var það einkum þessi lína í laginu sem renndi stoðum undir það: „I’m mad I didn’t get the chance to thank you for being my mom and my dad. So Mom, please accept this as a tribute.“

Debbie giftist föður Eminem þegar hún var aðeins 15 ára en hann lét sig hverfa úr lífi þeirra skömmu eftir að rapparinn fæddist. Hann lést árið 2019, 67 ára að aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ljósbrot hlaut aðalverðlaunin í Gautaborg

Ljósbrot hlaut aðalverðlaunin í Gautaborg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Massaður hálf nakinn lögmaður sem gefur ekkert eftir

Vikan á Instagram – Massaður hálf nakinn lögmaður sem gefur ekkert eftir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Páll Óskar sýnir umbúðirnar eftir kjálkabrotið – „Ég er ótrúlega hissa“- Myndband

Páll Óskar sýnir umbúðirnar eftir kjálkabrotið – „Ég er ótrúlega hissa“- Myndband
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórglæsileg Viðurkenningarhátíð FKA

Stórglæsileg Viðurkenningarhátíð FKA
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kirkjusókn ungra íslenskra karlmanna að aukast – Skipuleggja messuferðir á Snapchat og lesa biblíuna

Kirkjusókn ungra íslenskra karlmanna að aukast – Skipuleggja messuferðir á Snapchat og lesa biblíuna