fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu

Fókus
Þriðjudaginn 3. desember 2024 09:40

Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert nýtt að fólk sé ósammála um heimanám en sumir foreldrar hafa verið háværir um að þeim þyki kennarar setja börnunum allt of mikið heimanám.

Bandarísk móðir, Cassi Nelson, birti átakanlega mynd af syni sínum sem fór eins og eldur í sinu um netheima. Nelson sagði að drengurinn, sem er í fyrsta bekk, hafi komið heim úr skólanum með fjórar blaðsíður af heimanámi. Hún birti mynd af honum tárvotum vinna verkefnið við eldhúsborðið.

No photo description available.
Sonur Cassi Nelson.

UpWorthy greinir frá.

„Hann kemur ekki heim úr skólanum fyrr en klukkan fjögur. Hann þarf síðan að sitja við eldhúsborðið í klukkutíma til að sinna heimanáminu.

Ég þurfti að fara í annað herbergi svo hann gæti einbeitt sér. Litlu fótleggir hans voru á stöðugri hreyfingu, hann var með svo mikla orku og langaði bara að fara að leika.

Hjartað mitt brotnaði í þúsund mola þegar hann horfði á mig með tárvotum augum og spurði: „Mamma, þegar þú varst lítil áttir þú líka erfitt með að einbeita þér?“ Já, elskan mín, mamma átti líka erfitt með það,“ skrifaði Nelson og bætti við:

Ég skil ekki hvernig fólk ætlast til þess að börn læri allan daginn í skólanum og komi heim og haldi áfram að læra!“

Yfir 94 þúsund manns hafa deilt færslunni áfram og hefur skapast áhugaverð umræða um heimanám og hvort það eigi að minnka það eða sleppa því alfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla
Fókus
Í gær

Konan mín elskar hópkynlíf – Hér er vandamálið

Konan mín elskar hópkynlíf – Hér er vandamálið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af rapparanum eftir að hann kom fram á tónleikum um helgina

Hafa miklar áhyggjur af rapparanum eftir að hann kom fram á tónleikum um helgina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættulegt kynlífstrend slær í gegn hjá háskólanemum – Læknar segja unga karlmenn í lífshættu

Hættulegt kynlífstrend slær í gegn hjá háskólanemum – Læknar segja unga karlmenn í lífshættu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hann var kappaksturinn holdi klæddur

Hann var kappaksturinn holdi klæddur