fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
Fókus

Ófær um að brosa eftir of mikið bótox

Fókus
Mánudaginn 2. desember 2024 21:30

Meghan Trainor

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska tónlistarkonan Meghan Trainor segist ófær um að brosa vegna of mikils bótox.

„Ég fékk of mikið af botox og ég þarf hjálp!“ viðurkenndi tónlistarkonan í nýlegum þætti af Workin’ on It hlaðvarpinu sem hún heldur úti ásamt bróður sínum Ryan Trainor og eiginmanni Daryl Sabara.

„Ég klúðraði þessu! Ég hef fengið bótox nokkrum sinnum bara á enninu,“ sagði Trainor og útskýrði að hún ákvað að gera tilraunir á öðru svæði á andlitinu.

Trainor sem eru þrítug sagði að hún hafi verið sannfærð um að fá sér „varaflip (e. lipflip)“ til að láta efri vörina líta fyllri út.

„Ég með mínar litlu varir, en einhver sannfærði mig um að ég gæri fengið fallega „flip“ á efri vörina og ég gæti fengið slíkt í fyrsta skipti á ævinni. Það var ekki satt,“ sagði hún.

„Ég get ekki brosað lengur. Sjáðu, þetta er það mesta sem ég get brosað. Það er sárt fyrir mig að brosa, bara að reyna það.“

Í þættinum segist Trainor ætla í brjóstastækkun nú þegar sonur hennar, Barry sem er ársgamall, er hættur á brjósti. „Ég hef grennst nokkuð og ég er með lafandi sekki sem brjóst.“ 

Trainor segir að undirbúningur fyrir tónleikaferðalag sem framundan er hafi átt sinn þátt í að hún vill í aðgerð. „Ég er að máta öll þessi frábæru föt fyrir tónleikaferðalagið og fyrir sýningar sem eru framundan, og þá þarf ég að vera í brjóstahaldara sem styðja mest við og það gæti eyðilagt búninginn. Ég hef alltaf grínast með og sagt í mörg ár: „Ég get ekki beðið þangað til ég get farið í brjóstastækkun!“ Ég hef viljað þetta allt mitt líf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Augnablikið þegar barnaníðingur glotti á meðan ungur drengur sat í kjöltu hans – Dæmdur til 27 ára fangelsisvistar fyrir hrottalega glæpi

Augnablikið þegar barnaníðingur glotti á meðan ungur drengur sat í kjöltu hans – Dæmdur til 27 ára fangelsisvistar fyrir hrottalega glæpi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna varpar ljósi á það sem gerist í villtum partýum fræga fólksins

Klámstjarna varpar ljósi á það sem gerist í villtum partýum fræga fólksins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Útlit Lindsay Lohan vekur upp spurningar – Hvað hefur hún látið gera við sig?

Útlit Lindsay Lohan vekur upp spurningar – Hvað hefur hún látið gera við sig?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Misbauð hegðun áhrifavalds í ræktinni og húðskammaði hana

Misbauð hegðun áhrifavalds í ræktinni og húðskammaði hana
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auri náði naumlega að bjarga barnungum syni sínum frá mansalshring

Auri náði naumlega að bjarga barnungum syni sínum frá mansalshring
Fókus
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“