fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

Cher hættir í tónlist – „Ég er orðin eldri en mold, ok?“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 1. desember 2024 19:30

Cher stígur brátt til hliðar úr sviðsljósinu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistargoðsögnin Cher tilkynnti aðdáendum í vikunni að næsta platan hennar yrði að öllum líkindum hennar síðasta. Hún væri orðin of gömul til þess að vera í bransanum enn þá.

„Ég er orðin eldri en mold, ok? Ég er elsta manneskjan í næstum hverju herbergi sem ég stíg inn í, nema ég sé á elliheimili,“ sagði Cher kímin á tónleikum í Lyceum höllinni í London á þriðjudag. Sagði hún að það væri kominn tími til að stíga til hliðar og láta yngra fólk um að búa til tónlist.

Cher, sem heitir fullu nafni Cheryil Sarkisian, er 78 ára gömul í dag. Sjaldnast er lognmolla í kringum hana, allra síst núna þar sem hún var að gefa út nýja sjálfsævisögu þar sem kennir ýmissa grasa. Þá hefur samband hennar við rapparann Alexander „AE“ Edwards vakið athygli. En hann er 38 ára gamall, 40 árum yngri en hún.

Cher gefur brátt út nýja breiðskífu, þá fyrstu með eigin lögum síðan árið 2013. Segist hún vilja koma plötunni frá sér áður en hún hættir endanlega í tónlist eins og kemur fram í frétt The Mirror um málið.

Í gegnum tíðina hefur Cher sagt kynsystrum sínum til syndanna fyrir það að kvarta yfir að eldast. Viðurkennir hún þó að hún myndi alveg vilja vera sextug aftur. Hún viðurkennir einnig að það hafi ekki alltaf verið gott að eldast og að hún vilji frekar vera innan um yngra fólk.

„Ég kann vel við ungt fólk af því að vinir mínir vilja ekki lengur hafa gaman,“ sagði Cher. „Þeir geta bara farið í rass og rófu og verið gamlir skarfar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Það er mikið líf á MARS

Það er mikið líf á MARS