Svona hefst bréf fullorðinnar konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Sally Land.
„Hann er alltaf í símanum og vill aldrei stunda kynlíf, ekki nema ég óski eftir því sérstaklega. Ég bara finn það á mér að hann sé að sofa hjá annarri konu.“
Konan er 48 ára og eiginmaður hennar er 50 ára. Þau hafa verið gift í átján ár.
„Einu sinni fékk hann ekki nóg af mér, en undanfarið ár höfum við varla stundað kynlíf og aðeins ef ég á frumkvæðið og hann segir oft nei. Sjálfstraust mitt fer dvínandi og mér líður eins og ég sé óaðlaðandi í hans augum.
Eina sem mér dettur í hug er að hann er að fá kynlíf annars staðar. Mig hefur grunað þetta meira og meira undanfarið, síðan ég tók eftir því að hann er alltaf með nefið ofan í símanum.
Ég er svo kvíðin og óhamingjusöm út af þessu öllu saman. Ég er meira að segja búin að leita að einkaspæjara á Google og athuga hvað þjónusta þeirra kostar.
Hann neitar öllum ásökunum. Hvað á ég að gera?“
„Það er sárt að vera hafnað kynferðislega, en það þýðir samt ekki að eiginmaður þinn sé að halda framhjá.
Kannski vill hann ekki stunda kynlíf því hann er stressaður eða er að glíma við risvandamál.
Það að þú treystir honum svo lítið að þú sért tilbúin að láta einkaspæjara elta hann gefur til kynna að þið eigið við alvarleg vandamál að stríða í hjónabandinu.
Talaðu við eiginmann þinn og vertu hreinskilin.“