fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Vill ráða einkaspæjara til að elta eiginmanninn

Fókus
Laugardaginn 9. nóvember 2024 09:00

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef ég hefði efni á því þá mundi ég ráða einkaspæjara til að elta eiginmann minn því ég er næstum fullviss um að hann sé að halda framhjá mér.“

Svona hefst bréf fullorðinnar konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Sally Land.

„Hann er alltaf í símanum og vill aldrei stunda kynlíf, ekki nema ég óski eftir því sérstaklega. Ég bara finn það á mér að hann sé að sofa hjá annarri konu.“

Konan er 48 ára og eiginmaður hennar er 50 ára. Þau hafa verið gift í átján ár.

„Einu sinni fékk hann ekki nóg af mér, en undanfarið ár höfum við varla stundað kynlíf og aðeins ef ég á frumkvæðið og hann segir oft nei. Sjálfstraust mitt fer dvínandi og mér líður eins og ég sé óaðlaðandi í hans augum.

Eina sem mér dettur í hug er að hann er að fá kynlíf annars staðar. Mig hefur grunað þetta meira og meira undanfarið, síðan ég tók eftir því að hann er alltaf með nefið ofan í símanum.

Ég er svo kvíðin og óhamingjusöm út af þessu öllu saman. Ég er meira að segja búin að leita að einkaspæjara á Google og athuga hvað þjónusta þeirra kostar.

Hann neitar öllum ásökunum. Hvað á ég að gera?“

Ráðgjafinn svarar:

„Það er sárt að vera hafnað kynferðislega, en það þýðir samt ekki að eiginmaður þinn sé að halda framhjá.

Kannski vill hann ekki stunda kynlíf því hann er stressaður eða er að glíma við risvandamál.

Það að þú treystir honum svo lítið að þú sért tilbúin að láta einkaspæjara elta hann gefur til kynna að þið eigið við alvarleg vandamál að stríða í hjónabandinu.

Talaðu við eiginmann þinn og vertu hreinskilin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu