fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Sara Lind kynlífsfræðingur: „Ef þú ert í svona sambandi, þá ertu ástar- og kynlífsfíkill“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 8. nóvember 2024 12:12

Kynlífsfræðingurinn Sara Lind er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Lind kynlífsfræðingur er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hún er nýlega útskrifuð úr námi í Danmörku, þar sem hún er búsett, og flutti lokaverkefni sitt um ástar- og kynlífsfíkn.

„Ég er búin að læra rosalega mikið um þetta og búin að vera í mikilli sjálfsvinnu því ég er sjálf ástar- og kynlífsfíkill,“ segir hún.

Þáttinn má horfa á hér að neðan. Einnig er hægt að hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

„Manneskja sem er ástar- og kynlífsfíkill er manneskja sem að sættir sig við það að vera í samböndum sem þeim líður ekki vel í. Manneskja sem gefur öðrum einstaklingi hamingjuna sína,“ segir Sara Lind.

„Flestir sem eru ástar- og kynlífsfíklar eru manneskjur sem hafa upplifað áföll í fortíðinni, barnæskutrauma.“

Hægt er að lesa nánar um einkenni ástar- og kynlífsfíknar á vefsíðu S.L.A.A á Íslandi.

„Ef þú ert í svona sambandi, þá ertu ástar- og kynlífsfíkill“

Sara Lind tekur dæmi um hvað orsakar ástar- og kynlífsfíkn og þrjú mynstur sem fylgja gjarnan í kjölfarið á mínútu 2:00. Eflaust tengja margar konur við, en Sara Lind segir að helmingur kvenna glími við ástar- og kynlífsfíkn.

Eitt mynstrið kallar hún „hlaupa á eftir“ mynstrið. Hún tekur dæmi um tvo einstaklinga í gagnkynhneigðu sambandi. Annar aðilinn, segjum maðurinn, sýnir meiri áhuga en konan. Hún byrjar að upplifa sig örugga og telur hann vera hrifinn. Þá dregur maðurinn sig til baka og konan „hleypur á eftir“ honum, reynir að sanna virði sitt, oft með kynlífsathöfnum og reynir að fá athygli, eins og með því að birta kynþokkafulla mynd á samfélagsmiðlum í von um að fá viðbrögð frá manninum. Síðan snýst dæmið við og svo framvegis.

Sara Lind kynlífsfræðingur.

„Þannig verða svona on/off sambönd, óheilbrigð sambönd. Og ef þú ert í svona sambandi, þá ertu ástar- og kynlífsfíkill. Það er ekki bara af því að þú stundar endalaust kynlíf eða sefur hjá öllum,“ segir Sara Lind og viðurkennir að áður en hún byrjaði í náminu var hugmynd hennar um kynlífsfíkil allt önnur en nú.

„Kynlífsfíklar voru einhverjir sem voru alltaf að horfa á klám eða höfðu ekki stjórn á sér kynferðislega. En þetta er svo miklu meira en það. Í náminu töluðu þau um að um fimmtíu prósent kvenna eru ástar- og kynlífsfíklar.“

Öðruvísi hjá konum og körlum

Sara Lind segir fíknina koma öðruvísi fram hjá karlmönnum. „Það er öðruvísi mynstur hjá þeim. Oftast er það að mamma þeirra var ekki elskuð eða ekki í heilbrigðu sambandi með makanum sínum og ábyrgðin var sett á [synina] og þeir þurftu að passa upp á mömmu sína, það eru yfirleitt strákarnir sem fara inn í svona sambönd,“ segir hún.

„Það er ekki jafn mikil áhersla á karla sem eru ástar- og kynlífsfíklar eins og á konur, því það er hættulegra fyrir konur að vera inni í þessu.“

Mynd/DV

„Eiginlega allir sem eru ástar- og kynlífsfíklar eru með trauma úr barnæsku sem er oftast frá því að foreldar skilja, eða foreldrar vinna ótrúlega mikið þannig þú ert aldrei að fá viðurkenningu eða tíma með foreldrum þínum, ef það er alkóhólismi, neysla eða óvissa á heimilinu. En svo eru örfá dæmi um fólk sem kemur frá heilbrigðri fjölskyldudýnamík,“ segir hún.

„Sara, þú ert ástar- og kynlífsfíkill“

Sara Lind vissi ekki að hún ætti við vandamál að stríða og að það væri nafn fyrir það, fyrr en hún byrjaði í náminu.

„Ég byrjaði í náminu mínu og ég hélt ég væri bara að fara að læra um kynlíf og eitthvað svona skemmtilegt,“ segir hún hlæjandi.

„En svo er það biluð sjálfsvinna þegar ég kem inn. Fyrsta sem kennarinn minn, sem er eigandi skólans og fyrsti kynlífsfræðingur Danmörku, segir við mig var: „Sara, þú ert ástar- og kynlífsfíkill.““

Sara Lind segir að hún hafi ekki trúað kennaranum, taldi hana ekki vita nóg um sig. Það spilaði einnig inn í að á þessum tíma var hún ekki sterk í dönskunni og skildi kennarann ekki almennilega.

„Svo fórum við inn í alls konar sjálfsvinnu og þurftum að fara mikið í ráðgjöf. Ég var alltaf að vinna með samböndin sem ég hafði verið í, hvernig þau hafa öll verið og hvernig ég kom út úr þeim öllum.“ Þegar fór að líða á námið áttaði Sara Lind sig á því að hugsanlega væri þetta rétt hjá kennaranum.

„Ég spurði hana: „Heldurðu að ég sé ástar og kynlífsfíkill?“ Hún horfði á mig og hló. „Ég er löngu búin að segja þér það,“ sagði hún.“

Sara Lind flutti lokaverkefni sitt í náminu um ástar- og kynlífsfíkn.

Sjálfsást mikilvæg

Aðspurð hvernig hún kom sér út úr þessu hegðunarmynstri segir Sara Lind: „Ég byrjaði á því að elska sjálfa mig.“

Hún bætir við að margt annað hafi legið að baki, eins og sálfræðimeðferð, sjálfsvinna og huglægar æfingar heima.

„Ég þurfti að læra að elska mig og sjá virðið mitt, því virði mitt er ekki í kynlífi. En virði mitt hefur verið í kynlífi í ótrúlega mörg ár. Ég hef alltaf þurft að sýna hversu góð ég er þarna, eða hvað ég get gert fyrir þig þarna. Það hefur alltaf verið rosa snemma í svona samböndum þar sem ég er bara: „Ég mun gera allt sem þú biður mig um.“ En er það það sem ég er til í, er það það sem ég vil? Örugglega ekki, þetta er ég að sýna virði mitt, en það er ekkert virði í því.“

Hún ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Einnig er hægt að hlusta á Spotify.

Fylgdu Söru Lind á TikTok og Instagram. Hún heldur úti hlaðvarpinu Einkamál með Söru Lind, en ný sería fer í loftið á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“
Fókus
Fyrir 5 dögum

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Hide picture