fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Mari syrgir Orku – „Elska þig ástin mín og það mun enginn nokkurn tíma fylla uppi tómarúm sem þú skilur eftir“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 8. nóvember 2024 15:30

Mari segir Orku hafa hjálpað sér á erfiðum stundum. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaupakonan Mari Järsk greinir frá því að tíkin hennar Orka sé dáin. Hún segir Orku það besta sem komið hafi fyrir hana.

„Elsku ástin mín er komin í hvíld,“ segir Mari í færslu á samfélagsmiðlum og birtir margar myndir af sér með Orku á góðum stundum.

„Það væri hægt að skrifa bók um þessari skvísu. Við áttum mörg löng ár saman og hún fyllti þessi ár svo sannarlega þar sem hún lætur fyrir sig fara,“ segir Mari. „Fyrstu árin var hún tryllt og oftar en einu sinni hringdi ég í fyrrverandi og bað hann að koma úr vinnu því ég hafði engan stjórn á henni. Hún vissi nkl hvernig hún gat pirrað mig. En við vorum alltaf duglegar að hreyfa okkur og áttum bestu gæðastundir.“

Mari segir að lífið hafi snúist í kringum Orku. Hún fékk að alast upp í kringum börn en það stærsta sem hún og Mari áttu saman var að hlaupa og borða og vera fjörugar.

„Eftir fjögurra ára byrjaði hún aðeins að þroskast og var örlítið minni frekja,“ segir Mari. „En ó nei ekki misskilja mig, hún hefur aldrei verið mikið fyrir að vera kyrr.“

Lífið var ekki alltaf dans á rósum þegar Mari var ein með Orku og var á leigumarkaði. Þær þurftu að flytja oft og því fylgdi mikill kvíði um hvort þær gætu verið áfram saman. Þá var Orka með mikinn aðskilnaðarkvíða vegna þess að Mari þurfti að vera í mörgum vinnum til að framfleyta þeim. Þær hættu þó aldrei að hreyfa sig saman, sama hvað gekk á. Þegar hlaupaveiki Mari hófst fyrir alvöru, eftir að hún keypti sér íbúð þá gat Orka því miður ekki alltaf verið með.

Besta stopp lífsins

„Einn daginn þegar við vorum í göngutúr í Fossvogi rekumst við á eldra hjón, sem vildu klappa hana. Ég sem þarf alltaf að drifa mig ákvað að stoppa og gefa þeim tíma þar sem þau voru nýlega búin að missa voffan sinn,“ segir Mari. „Þetta var besta stopp í lífi mínu því þetta fólk fór ekki meira frá okkur. Þau buðust til að hjálpa mer með Orku og það var það besta sem gat komið fyrir okkur. Þaðan frá varð Orka aldrei ein. Elsku Dagný og Steinar sáu algjörlega til þess að hún fái að njóta lífsins og sama tíma leifðu mér að vera í lífi hennar og ég mátti taka hana alltaf þegar mig langaði.“

Að lokum segir Mari að Orka sé það besta sem hafi komið fyrir hana. Hún hafi verið fallegust og svo lífsglöð, alltaf til í að leika og gleðja Mari þegar henni leið illa.

„Elska þig ástin mín og það mun enginn nokkurn tíma fylla uppi tómarúm sem þú skilur eftir,“ segir Mari.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu