Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld kl. 20 í bókabúð Forlagsins á Fiskislóð 39 í Reykjavík. Kvöldið er það fyrsta af fjórum en á þeim koma höfundar höfundar Forlagsins og kynna bækur sínar fyrir gestum, spjalla um þær og lesa upp úr þeim.
Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft.
Lesið verður upp úr eftirfarandi bókum:
Jónína Leósdóttir – Voðaverk í Vesturbænum
Elísabet Jökulsdóttir – Límonaði frá Díafani
Kristín Ómarsdóttir – Móðurást: Draumþing
Hallgrímur Helgason – Sextíu kíló af sunnudögum
Ragnhildur Þrastardóttir – Eyja
Valdimar Tómasson – Söngvar til sársaukans
Tómas Zoëga og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir – Stórkostlega sumarnámskeiðið
Guðjón Friðriksson – Börn í Reykjavík
Bryddað var upp á þeirri nýjung í fyrra að streyma beint frá Bókakonfektinu og tókst svo vel til að leikurinn er endurtekinn í ár. Útsendingin hefst klukkan 20.