„Þetta ævintýri hefur farið hratt af stað og mjög margir tilbúnir að renna blint í þetta með okkur. Við kunnum svo sannarlega að meta alla jákvæðnina sem hefur borist okkur og gefur það okkur mikinn vind í seglin. Það eru ekki altaf allir sáttir og það er bara okkar eðli, það er ekki hægt að gera alla ánægða. En ætlum svo sannarlega að reyna það,“ kemur fram á vef Aphrodite.
Markmið fjáröflunarinnar er að safna 250 þúsund pundum, eða tæplega 45 milljónum íslenskra króna. Þegar fréttin er skrifuð hafa safnast um 58 þúsund krónur.
Á GoFundMe kemur fram að „lífsstílspör hafa engan samastað á Íslandi“ og muni Aphrodite þá að öllum líkindum vera svarið við því, sannkallaður „leikvöllur fullorðnafólksins.“
Jón, sem stendur fyrir söfnuninni, byrjaði að aðhyllast swing-lífsstílinn fyrir sex árum síðan. Hann og konan hans hafa verið að skoða markaðinn.
„Við tókum eftir því að það væri enginn svona klúbbur á Íslandi en það eru þúsundir manns á Íslandi sem [eru swingerar]. Fólk ferðast einnig til landsins til að njóta náttúrunnar.
Þannig við ákváðum að reyna að opna klúbb á Íslandi. Við þurfum ykkar hjálp. Ísland er dýrt land en líka mjög vinalegt. Við erum næstum búin að hanna vefsíðuna og höfum fundið þrjár staðsetningar sem koma til greina. Við viljum gera þetta vel svo allir geta notið án þess að hafa áhyggjur.“
Jón segist sjálfur ætla að byggja staðinn með aðstoð fjölskyldu og vina.
„Fyrir mig skiptir þetta verkefni svo miklu máli því fólk er að fara á stefnumót á venjulegum börum og hótelbörum, sem eru ekki endilega með opinn hug gagnvart þessum lífstíl, og það gerir alla stressaða,“ segir Jón.
„Líka, ef staður eins og Aphrodite er til þá getur fólk verið opnara og það fylgir því mikið öryggi að vera meðal fólki sem er eins, það er besta tilfinning í heimi.“
Að lokum segir Jón að staðurinn muni vera rekinn eins og golfklúbbur (e. country club). Við munum reyna að hafa verðið eins lágt og við getum, bara svo klúbburinn getur rekið sig sjálfan.“
Það stendur til að opna staðinn 4. janúar 2025.
Í janúar tók DV viðtal við íslenskan karlmann sem er virkur í swing-senunni hérlendis.
Sjá einnig: Jón opnar sig um swing-senuna – Halda þessu leyndu fyrir börnunum
Maðurinn gekk einnig undir nafninu Jón. Hann og eiginkona hans hafa stundað þennan lífstíl síðan árið 2021. Það er misjafnt hversu oft þau stunda swing en yfirleitt þó í hverjum mánuði. „Það er algengt að fólk taki pásur og svo gengur fjölskyldulífið auðvitað fyrir. En oftast mánaðarlega,“ sagði hann.