fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 13:30

Livia Wilson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hin nítján ára Livia Wilson kom heim af tónlistarhátíð með slæman höfuðverk hélt móðir hennar að hún væri bara þreytt og búin að keyra sig út. Livia tók paracetamol verkjatöflu og fór í rúmið, í von um að sofa þetta úr sér. En hún vaknaði ekki aftur.

Það kom síðar í ljós að hún dó eftir að hafa fengið heilahimnubólgu B.

Móðir Liviu, Alison Goude, hefur nú biðlað til yfirvalda í Bretlandi að bólusetja ungmenni fyrir þessari hættulegu veiru.

Í Bretlandi eru ungabörn bólusett við heilahimnubólgu af völdum meningókokkum B. En það byrjaði fyrir tæplega áratug og eru því börn og ungmenni fædd fyrir 2015 í hættu að mati Alison.

The 19-year-old passed away after contracting meningitis B, a bacterial illness which causes the brain to swell. Picture: SWNS

„Að vita að það er bóluefni þarna úti… það er sárt. Maður er svekktur út í sjálfan sig, hefði ég getað gert eitthvað til að koma í veg fyrir þetta?“ sagði hún.

Staðan á Íslandi

Í fyrra var tekið í notkun nýtt bóluefni gegn heilahimnubólgu hér á landi. Bóluefni er notað gegn meningókokkum A, C, W og Y. Í frétt RÚV um málið var rætt við Kamillu Jósefsdóttur, yfirlækni bólusetninga hjá landlæknisembættinu.

Hún sagði að það væri ekki bólusett fyrir heilahimnubólgu B og að hún teldi ekki ástæðu til að bólusetja gegn því afbrigði eins og er. Eitt tilfelli greindist í fyrra og árinu þar á undan.

„Við í rauninni bregðumst ekki við einu stöku tilfelli. Oftast er um að ræða einstaklinga sem hafa verið á ferðalagi erlendis. En ef að það fer að bera meira á þessu en hefur verið þá þarf að bregðast við,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu