fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Sjö ára martröð: Kúguð til kynferðislegra greiða – Fékk áfall þegar hún komst að því hver var sökudólgurinn

Fókus
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 13:06

David og Charlene Masterson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TW: Lýsingar á ofbeldi

Sumarið 2021 var David Masterson, 56 ára, dæmdur í sautján ára fangelsi í Írlandi fyrir að hafa misnotað dóttur sína í sjö ár og hálft ár.

Charlene, sem er í dag 32 ára, fékk skrýtin skilaboð stuttu eftir að hún varð átján ára gömul. Hún vissi ekki hver væri á bak við skilaboðin en sendandinn hótaði að dreifa persónulegum og viðkvæmum upplýsingum um hana. Charlene leitaði til föður síns og þá hótaði sendandinn að láta reka föður hennar ef hún myndi ekki gera honum „kynferðislega greiða.“

Faðir hennar hvatti hana til að láta að óskum mannsins, þar sem hann hafði ekki „efni á því að missa vinnuna.“

Charlene segir að faðir hennar hafi hjálpað henni að díla við óþekkta manninn. Hún hafi fengið skýrar leiðbeiningar um í hverju hún ætti að vera, var með bundið fyrir augun og tónlist í eyrunum. Faðir hennar hleypti síðan manninum út á meðan Charlene skipti um á rúminu og fór í sturtu.

„Ég man vel eftir þessu. Ég klæddi mig í þau föt sem sendandinn lagði til og svo stóð pabbi í glugganum og sagði: „Hann er að koma.““

En það var enginn maður, gerandinn var faðir hennar. Charlene gleymir því ekki þegar hún komst að sannleikanum, hún segir að henni hafi liðið eins og einhver hafi rifið úr henni hjartað.

Charlene ákvað að afþakka nafnleynd og hefur sagt sögu sína í viðtölum. Nú síðast hjá hlaðvarpinu The Indo Daily og News Talk fyrr í vikunni.

Ekki viðbrögðin sem hún bjóst við

Charlene sagði að faðir hennar hafi leikið „hetjuna“ þegar hún fékk fyrstu skilaboðin. En í hvert skipti sem „ókunnugi maðurinn“ sendi henni skilaboð og krafðist þess að hún myndi gera honum „kynferðislegan greiða“ þá sagði David henni að gera það, hann sagðist ekki hafa efni á því að missa vinnuna.

„Fyrsta manneskjan sem þú ferð til þegar þú færð svona skilaboð er pabbi þinn, sem ég gerði, og hans svar var: „Þú verður að gera þetta.“ Þetta voru ekki viðbrögðin sem ég bjóst við,“ sagði hún.

„Hann vissi að ég hafði ekki gert neitt. Ég veit ekki hvernig hann skipulagði þetta allt, hann vissi alveg hvað ég hafði gert, sem var ekkert.“

Charlene sagði að einu sinni hafi tveir menn misnotað hana, þá hafði faðir hennar fengið einhvern með sér.

Charlene komst að sannleikanum rúmlega þremur árum eftir að hún fékk fyrstu skilaboðin. Hún fann DVD disk heima hjá ömmu sinni með tveimur myndböndum af föður hennar misnota hana. „Ég horfði á þetta í svona tíu sekúndur og áttaði mig á því að þetta væri pabbi minn,“ sagði hún í hlaðvarpinu News Talk.

En martröðinni var ekki lokið. Eftir að hún sagði pabba sínum að hún vissi að hann væri gerandinn versnaði ofbeldið og stóð yfir í fjögur ár til viðbótar. Hann hætti að fela það og byrjaði að káfa á henni og nauðga henni reglulega. Með aðstoð vinkonu sinnar tókst henni að segja móður sinni frá, en það liðu tvö ár til viðbótar þar hún fór með málið til lögreglunnar. Hann hafði þá misnotað þrjár aðrar stelpur.

Hann var dæmdur til sautján ára fangelsisvistar árið 2021. „Hann sýndi enga iðrun eða eftirsjá yfir því sem hann hafði gert. Ég mun aldrei fá afsökunarbeiðni, en hann þarf að lifa með því,“ sagði Charlene.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“