fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Faðir leiðir dótturina upp að altarinu – Gleymdi einu mikilvægu atriði

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikilvægur dagur í lífi hins 60 ára gamla Neil Crossley, í dag ætlaði hann að leiða dóttur sína, Amy, 29 ára að altarinu, og sjá hana ganga í hjónaband með Harry Totty þann 4. október síðastliðinn í Yorkshire í Englandi.

Svona viðburður getur verið stressandi og Crossley vakti svo sannarlega athygli þegar hann gekk upp að altarinu, einn.

„Hann hélt að honum hefði verið sagt að ganga af stað þegar honum var sagt að bíða eftir mér,“ segir Amy.

Faðir hélt semsagt af stað aleinn upp að altarinu og gleymdi einu mikilvægu, brúðinni.

Rétt áður en Crossley kom að altarinu var hann stöðvaður af starfsmanni sem leiddi hann aftur þangað sem hann hefði átt að bíða eftir dóttur sinni, á meðan brúðkaupsgestir hlógu að atvikinu.

„Þetta var bara hreinn misskilningur milli pabba míns og starfsfólksins,“ segir Amy.

Í myndbandi af atvikinu má sjá stoltan Crossley ganga af stað áður en starfsmaður skokkar á eftir honum og biður hann að snúa við.

„Þetta var bara fullkomin tímasetning þar sem hann fékk mig, manninn minn og alla yndislegu vini okkar og fjölskyldu til að hlæja. Ég kunni sérstaklega að meta þetta, þar sem ég var að reyna að gráta ekki og þetta fékk til að hlæja í staðinn. Þetta var sérstök stund sem ekkert okkar mun gleyma.“

Þegar Crossley lagði aftur af stað var hann með brúðina með í för. „Eftir þessi mistök fannst mér þetta bara mjög fyndið fyrir alla, þar á meðal sjálfan mig,“ segir Crossley, sem brosti og yppti öxlum í myndbandinu þegar hann áttaði sig á mistökunum.

Í móttökunni á eftir varð þetta fyndna óhapp meira að segja að atriði á síðustu stundu í ræðu hans til brúðarinnar. „Brandarinn sem ég sagði um að gestir héldu að ég væri í röngu brúðkaupi vakti mikið hláturskast, svo allir tóku þessu vel,“ segir Crossley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu