fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fókus

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“

Fókus
Mánudaginn 4. nóvember 2024 08:15

Þórunn Þórs Jónsdóttir er gestur vikunnar í Sterk saman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Þórs Jónsdóttir er einn stofnanda Hampfélagsins. Hún er einstæð móðir sem sjálf hefur reynslu af kerfinu. Hún er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman.

Þórunn eða Tóta, eins og hún er kölluð, er 47 ára kona sem veit allt um CBD og THC auk hamps.

„Ég er ekki að tala fyrir því að allir eigi að reykja gras eða vera freðnir, alls ekki,“ segir hún.

Hampfélagið var með alþjóðlega ráðstefnu fyrir stuttu þar sem fyrirlesarar að utan komu til landsins, fyrrverandi fíkniefnalögreglumaður og fleiri fagaðilar.

Tóta talar um innra kannabiskerfi. „Við erum öll með innra kannabiskerfi og þess vegna erum við svona lengi að losna við efnið úr líkamanum.“

Segir erlend gengi hafa tekið yfir fyrrum fjölskyldubransa

„Kannabismarkaðurinn á Íslandi var alltaf án ofbeldis, frekar rekinn af fjölskyldufólki en lögreglan lagði mikla áherslu á að uppræta rólegasta markaðinn, ef svo má segja, og erlend gengi tóku yfir,“ segir hún.

Tóta tekur skýrt fram að kannabisefni sem ræktuð eru og seld á svörtum markaði séu „allt of sterk og geta ýtt undir geðsjúkdóma.“ Hún segir að í dag séu sérfræðingar farnir að nota kannabis, CBD og THC í skaðaminnkandi tilgangi.

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum. Fólk með sjúkdóma á borð við Parkinsons og mikinn spasma eða flogaveiki. Einnig fólk sem glímir við fíknivanda og vill losna við efni eins og morfín og ávanabindandi svefnlyf.“

Ekki efni af svörtum markaði

Í þessum meðferðum er ekki notast við efni af svörtum markaði heldur olíur.

„Við byrjum alltaf á CBD og byggjum upp birgðir, það er mjög bólgueyðandi og getur hjálpað eitt og sér. Við bætum við THC í mjög litlum mæli, ef það þarf, fyrir svefn svo líkaminn vinni úr efninu á meðan fólk sefur. Við notum lítið, allt innan við 3 prósent hefur engin áhrif á okkur en það sem fólk kaupir á götunni getur verið 30 prósent.

Hampfélagið hefur í nokkur ár sýnt fram á sjálfbærni hampsins, margt spennandi hefur komið fram og er framundan.“

Hlustaðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er erfiðasti aldurinn til að vera á að mati Tom Hanks

Þetta er erfiðasti aldurinn til að vera á að mati Tom Hanks
Fókus
Fyrir 3 dögum

Glæný stikla: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu

Glæný stikla: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjarki Steinn varð fyrir kynferðisbroti á skólalóðinni af hendi ókunnugs karlmanns – „Upplifunin var að ég rétt náði að lifa þetta af“

Bjarki Steinn varð fyrir kynferðisbroti á skólalóðinni af hendi ókunnugs karlmanns – „Upplifunin var að ég rétt náði að lifa þetta af“