fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fókus

Magnús Scheving lýsir skelfilegum aðstæðum í æsku – Þurfti fjögurra ára gamall að grípa inn í – „Hvað get ég núna gert?“

Fókus
Mánudaginn 4. nóvember 2024 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þúsundþjalasmiðurinn Magnús Scheving, sem líklega er þekktastur fyrir að vera skapari Latabæjar, sem og fyrir afrek sín í þolfimi, var í löngu viðtali við Gunnar Smára Egilsson á Samstöðinni.

Þar greinir Magnús meðal annars frá gífurlega erfiðum fjölskylduaðstæðum í æsku, drykkjuskap og ofbeldi, hræðilegar aðstæður sem hann þurfti að blanda sér í aðeins 4-5 ára gamall. Hefur þessi reynsla mótað Magnús, að sumu leyti til góðs.

„Það er drykkja á heimilinu og það eru alls konar hlutir sem þú þarft að taka þátt í, sem þú þarft virkilega að koma í veg fyrir. Þú ferð og sérð á húninum hvernig ástandið er á heimilinu. Þú bara sérð það, hefur tilfinningu, þú ert það næmur, ég var mjög næmt barn. Þú ferð að finna hvað gæti gerst næst. Sem má helst ekki gerast. Þú þarft að koma í veg fyrir það. Það getur verið  live and death situation. Það getur verið svoleiðis,“ segir Magnús.

Við ítrekaðar spurningar Gunnars Smára staðfestist að Magnús þurfti að greina, vinna með og grípa inni aðstæður aðeins 4-5 ára að aldri, aðstæður sem ekkert barn á að þurfa að búa við, hvað þá að skipta sér af. Gefum Magnúsi aftur orðið:

„ Þú þarft að koma í veg fyrir það á allan þann máta sem þú getur gert. Og þá ferðu að passa, heyrðu þetta má ekki vera hér af því þetta gæti brotnað, þessu verður henda, þetta verður svona, þetta verður svona. Og þú ferð inn í þetta umhverfi og þú ert alltaf með 360 gráðurnar á öllu, ekki sumu heldur öllu. Meira að segja getur það verið þannig að þú áttar þig á – og ég fann það bara mjög snemma, ég er mjög ungur, mjög lítill, hvað get ég núna gert? Ég átta mig á, heyrðu, þau eru ekki hæf til að gera þetta hlutverk. Foreldrarnir eru það ekki. Þau eru bara á öðrum stað í lífinu sínu. Þau eru bara að díla við aðra hluti. Þú hugsar: Ókey. Þau eru að gera sitt besta úr nánast… en þau geta þetta ekki. Upplifir þetta fjögurra, fimm ára.“

Litla barnið talar um fyrir drukkinni manneskju í 12 tíma

Magnús segist hafa hugsað með sér að hann þyrfti að búa við þessar aðstæður til um 17 ára aldurs og eftir það gæti hann ráðið yfir þeim:

Ég hef ekki styrkleika til að berjast við sumt af þessu. Ég hef það bara ekki. Ég hef kannski eitt, ég get notað einhver konar – eins og þú hefur talað stundum um í öðrum viðtölum hérna – sumir verða trúðar, sumir … elsta barnið stjórnandi, og svo koll af koll af kolli, í svona aðstæðum. Í mínu tilviki var þetta blanda af öllu sem þú gast hugsanlega notað. Og það gat farið í það að það voru kannski 12 tíma löng samtöl, til þess að koma viðkomandi bara í rúmið, svo hann sofnaði bara. Þetta voru kannski löng, löng samtöl um hluti sem þú áttir kannski ekki endilega að vera að ræða sem fimm ára barn. Og það var ótrúlega mikið af því sem þú gast bara… þurftir að meta hvað af þessu er rétt og hvað af þessu er rugl. Þá meina ég bara, hvað af þessu er alkóhólið að tala og hvenær er þetta raunverulega manneskjan að tala. Ég var stanslaust í þessari greiningu. Alla daga. Ég var stanslaust að greina það, bara af hverju fer viðkomandi ekki frá viðkomandi þegar allt er svona, og svo bara eftir þrjá daga er allt í lagi.“

Maggi II varð til

Magnús lýsir því hvernig ný útgáfa varð til af honum, maður sem gat byggt upp styrk gegn þessum erfiðu aðstæðum:

„Þá gerist það þegar maður er lítill, þá gerist það að þú ferð í þetta, að vera alltaf að passa einhvers konar aðstæður, til að láta þær ekki gerast. Og þú gerir það til þess að þú verðir ekki skaðaður. Þú ert að reyna að breyta útkomunni í það að verði ekki skaði. Ekki að það verði betra, ekki að það verði frábært, ekki að það verði geðveikt, þú ert löngu hættur að sætta þig við það – þú ert ekki einu sinni að gera þær kröfur. Þú ert að gera kröfur um að það skaði þig ekki. Þá stígurðu út úr líkamanum á þér sem barn og þú verður Maggi II. Maggi II er gæinn sem ætlar að byggja upp þrek til að geta talað um þetta, til að geta manipúlerað þetta í aðstæður sem eru þannig að þetta fari ekki illa. Eða þú þarft að vera physical til að geta gripið inn í . En það er aldrei fyrr en þú verður 14 ára eða eldri. Þú hefur ekki þann tíma, þú veist það að þú þarft að nota önnur tools þar til það gerist.“

Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Frásögn Magnúsar af erfiðri æsku hefst rétt eftir 16. mínútu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er erfiðasti aldurinn til að vera á að mati Tom Hanks

Þetta er erfiðasti aldurinn til að vera á að mati Tom Hanks
Fókus
Fyrir 3 dögum

Glæný stikla: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu

Glæný stikla: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjarki Steinn varð fyrir kynferðisbroti á skólalóðinni af hendi ókunnugs karlmanns – „Upplifunin var að ég rétt náði að lifa þetta af“

Bjarki Steinn varð fyrir kynferðisbroti á skólalóðinni af hendi ókunnugs karlmanns – „Upplifunin var að ég rétt náði að lifa þetta af“