fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Eru íslenskir ökumenn dónalegir í umferðinni?

Fókus
Mánudaginn 4. nóvember 2024 13:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsverð umræða hefur skapast meðal Íslendinga á samfélagsmiðlinum Reddit um meintan dónaskap íslenskra ökumanna í umferðinni. Flestir sem taka þátt í umræðunni taka undir að hegðun íslenskra ökumanna í umferðinni sé oft á tíðum ábótavant. Sumir játa meira að segja að vera ekki alsaklausir í þessum efnum.

Upphafsmaður umræðunnar vildi fá svör við nokkrum spurningum um umferðina:

„Af hverju eru margir íslenskir bílstjórar þannig að þeir vilja ekki hleypa neinum í umferðinni? Sérstaklega í morgunumferðinni. Ef maður gefur stefnumerki að fá að komast gefa þeir í. Þú ert ekkert að tefjast mikið ef þú hleypir einum bíl. Svo flauta þeir eins og ég veit ekki hvað. Getum við ekki sýnt smá tillitssemi?“

Eitt svar er nokkuð harðort:

„Oftast er þetta ekkert vandamál í umferðinni. Það eru bara 2 ástæður sem mér dettur í hug.

A þú notar ekki stefnuljós.

B Þú sérð langa röð til að beygja en nennir ekki að hanga í henni svo þú keyrir alveg fremst og ætlast til að fá að fara fram fyrir af því að þú ert svo sérstök manneskja og líf þitt svo ofboðslega mikilvægt öfugt við þessa fávita sem bíða í röð eins og beta chucks?

Fyrir hönd okkar allra, fokkaðu þér. Fyrr læt ég keyra á mig heldur en að hleypa þér.“

Fer eftir aðstæðum

Einn svarandi segir dónaskapinn misjafnan eftir aðstæðum en nefnir dæmi um slíkar aðstæður sem hann hefur oft upplifað:

„Fer eftir aðstæðum. Rosalega margir dónalegir smeygjudólgar.

Subhuman ruslið sem keyrir tóma akrein til þess eins að troða sér fremst innà akrein sem eru bílar í röð à skilið blautan fisk í andlitið, ég lendi frekar í àrekstri àður en ég hleypi þér.

Ef aðstæður eru þannig að það er enginn röð og einhverjum vantar að skipta um akgrein er mér slétt sama.“

Í svari við þessari athugasemd játar einn aðili að hann hafi einmitt gert þetta:

„Ég er alveg rammsekur um þetta og þoli ekki þegar annað fólk gerir þetta.“

Annar aðili andmælir þessu hins vegar:

„Þú átt að nota fría akrein og flétta inn, það eykur umferðaflæði fyrir alla í umferðinni og kemur í veg fyrir teppur. Var þér ekki kennt þetta í ökunáminu?“

Kappakstur

Sumir sem tóku þátt í umræðunni vildu meina að umferðin á Íslandi væri meira í ætt við kappakstur en eðlilega umferð:

„Af því ég er fyrstur og bestur… eða það hlýtur að vera hugsunin sem á sér stað.“

„Já, sammála, íslensk umferð er stundum eins og villta vestrið. Mér líður stundum eins og sumir séu í kappakstri og þurfi að sýna öðrum hvað þeir kunni að keyra hratt og glannalega.“

„Af því að þetta er augljóslega ekki venjuleg umferð – þetta er kappakstur! Og tilhugsunin að einhver gæti mögulega verið á undan manni þar sem maður mjakast að næsta rauða ljósi gæti haft varanleg skaðleg áhrif á sjálfsímynd manns.“

Einn aðili virtist þó vera með svör á reiðum höndum um hver rótin að umferðarvandanum væri:

„Þetta.

Íslendingar halda að ef þeir hleypa fólki eins og á að gera þá verða þeir klukkutíma seinir í vinnuna.

Held að stór hluti af vandamálinu sé að við förum of seint af stað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“