fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 4. nóvember 2024 11:58

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina fór myndband í dreifingu um netheima þar sem ýjað var að því að athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir, eigandi íþróttavörumerkisins Define the Line, hefði hermt eftir vörum frá öðru íslensku vörumerki, Kenzen, sem var stofnað sumarið 2023.

Myndbandið fór sem eldur um sinu á samfélagsmiðlinum og fékk um 40 þúsund áhorf. Lína steig í kjölfarið fram og sagðist þurfa að svara fyrir málið þar sem ásakanirnar sneru að fyrirtæki hennar. Hún birti tólf mínútna myndband á TikTok í gær sem hefur fengið yfir 47 þúsundir áhorfa. Óhætt er að segja að málið hafi vakið athygli en netverjar virtust fyrst fara gegn Línu þegar fyrra myndbandið fór í dreifingu en snerust svo á sveif með henni þegar hún birti gögn sem virtust sýna að ásakanirnar ættu ekki við rök að styðjast.

Kona að nafni Thelma Yngvadóttir birti myndband á TikTok um helgina þar sem hún bar saman myndir Define the Line og Kenzen frá Instagram. Kenzen er íþróttavörumerki í eigu Lönu Bjarkar Kristinsdóttur, sem er vinkonu Thelmu.

Thelma birti myndirnar með vinsælu hljóði undir, þar sem má heyra raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian tala um hvernig systir hennar, Kourtney Kardashian, stal brúðkaupinu hennar.

@thelmayngva_SORRYYY en somebody had to👀👀👀♬ original sound – dashcity

„Vá, hélt ég væri eina að taka eftir þessu,“ sagði einn netverji.

„Mjög vandró,“ sagði áhrifavaldurinn og útvarpskonan Gugga í Gúmmíbát.

Lína svarar fyrir sig

Lína Birgitta svaraði fyrir sig í gær og sagðist telja sig knúna til þess þar sem málið sneri að fyrirtæki hennar. „Ég vil taka það fram að þetta myndband frá mér er gert í miklum kærleik og það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir. Þar sjáið þið ákveðna tímalínu,“ sagði Lína Birgitta.

„Ég er búin að gera heimavinnuna og finna tímalínuna til að sýna fram á að það sem er verið að segja að Define the Line hafi verið að gera sé alfarið rangt. Ég vil líka byrja að taka fram að vörumerkið sem um er að ræða, það byrjaði í fyrra en Define the Line er sjö og hálfs árs fyrirtæki.“

Síðan fór Lína Birgitta yfir myndirnar sem voru bornar saman í myndbandi Thelmu. Mesta hitamálið um helgina virtist hafa verið hönnun á buxum og peysum sem Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir.

Svipaður kósýgalli frá fyrirtækjunum.

Lína Birgitta sýndi fram á að hún var fyrr til með buxurnar í sölu. Kenzen var fyrr til með peysurnar í sölu og sagði Lína Birgitta að það hafi verið leiðinlegt og óheppilegt að peysurnar þeirra séu líkar en tekur fyrir að hafa hermt eftir Kenzen.

Lína Birgitta sagðist hafa fengið innblástur frá merkinu Adanola eftir að hafa séð eftirfarandi mynd á Pinterest.

Hún birti skjáskot af samskiptum sínum við saumastofuna sem framleiðir fötin fyrir Define the Line og deildi síðan mynd af galla frá merkinu Adanola og sagði hafa fengið innblástur þaðan. Hún ræðir nánar um „stóra peysumálið“ á mínútu 4:08 en allt svar hennar má sjá hér að neðan.

@linabirgitta Mitt svar fyrir @Define the Line ♬ original sound – Lina Birgitta

Undir lokin sagði Lína Birgitta:

„Ég vil líka segja, mér finnst þetta ótrúlega fallegt vörumerki. Nú er ég heldur betur búin að demba mér ofan í þetta vörumerki eftir þetta myndband í gær, og þú sem ert með þetta vörumerki, ég segi bara áfram þú og ég held með þér.

Ég vil líka enda þetta myndband með því að segja: Það er pláss fyrir alla og við viljum samkeppni. Samkeppni er af hinu góða.“

Yfir 3700 manns hafa líkað við myndband Línu Birgittu og fjöldi fólks skrifað við það.

„Þú ert svo mikil negla,“ skrifaði þjálfarinn og áhrifavaldurinn Sara Davíðsdóttir.

„Rétt skal vera rétt,“ skrifaði áhrifavaldurinn og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, unnusti Línu Birgittu.

Tugir annarra skrifuðu jákvæðar athugasemdir til Línu Birgittu og stöppuðu í hana stálinu. „Vel sagt, og það er sko pláss fyrir alla og við viljum hafa val.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“