fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Fókus

Keyrði hættulegasta veg á Íslandi – Er undir sjávarmáli á kafla

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 30. nóvember 2024 19:30

Leiðin er erfið en ægifögur. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralskur áhrifavaldur og ævintýramaður að nafni Dan Grec keyrði nýlega hættulegasta veg Íslands. Hann segir íslenska náttúru og útsýni toppa aðra staði í heiminum.

Dan Grec er með rásina The Road Chose Me á Youtube. Hann vann áður skrifstofuvinnu en ákvað einn daginn að hann væri búinn að fá nóg og ákvað að keyra torfærur og erfiðar leiðir um heim allan, meðal annars keyrði hann gervalla Ameríku frá norður til suðurs.

Á mánudag, 25. nóvember, birti hann myndband af því þegar hann var að keyra veg sem stundum er kallaður sá hættulegasti á landinu, það er Svalvogavegurinn. Svalvogavegurinn er 50 kílómetra vegur sem liggur á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar á Vestfjörðum.

Vegurinn liggur frá Svalvogum inn í Lokinhamradal þar sem sjá má fjallið Skeggja eins og segir í lýsingu Visit Þingeyri. Þaðan liggur vegurinn inn undir Skútabjörg og inn að Stapa og Stapadal. Leiðin er falleg hjólaleið en eins og sést í myndbandinu er það ekki fyrir alla að keyra hana.

Í upphafi myndbandsins sést Dan skoða viðvörunarskiltin, sem eru öll á íslensku. Útlendingar geta þó áttað sig á því að vegurinn er aðeins fyrir jeppa en ekki fólksbíla og að vænta megi grjóthruns úr hlíðum á um 20 kílómetra kafla.

Þá má sjá hvernig hann keyrir eftir veginum, sem er í miðri fjallshlíð og þverhnípt niður í sjóinn. Fyrir ofan eru stundum háir klettar sem ná jafnvel yfir veginn á köflum. Sums staðar hefur verið skorið úr klettunum til að koma bílum fyrir. Á einum stað er farið niður fyrir sjávarmál og því verður að keyra þann kafla þegar það er fjara.

„Ég hef keyrt út um allan heim en Ísland er efst á listanum yfir ægifagurt útsýni,“ segir Dan í myndbandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Misbauð hegðun áhrifavalds í ræktinni og húðskammaði hana

Misbauð hegðun áhrifavalds í ræktinni og húðskammaði hana
Fókus
Í gær

Neighbours-stjarna ólétt eftir stjúpbróður sinn

Neighbours-stjarna ólétt eftir stjúpbróður sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sorgartíðindi úr herbúðum spjallþáttadrottningarinnar

Sorgartíðindi úr herbúðum spjallþáttadrottningarinnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líf Önnu Karenar breyttist í október 2023 – Spyr sig hvað hún hefur kostað íslenska skattgreiðendur

Líf Önnu Karenar breyttist í október 2023 – Spyr sig hvað hún hefur kostað íslenska skattgreiðendur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar