Það eru enn þrír tímar þar til kjörstaðir loka og þá er ágætt að taka sér smá pásu frá stjórnmálum til að horfa um liðinn veg. Fyllast má fortíðarþrá eða eftir atvikum þakklæti fyrir þær framfarir sem hafa átt sér stað undanfarna áratugi.
Stórskemmtilegur hópur á Facebook kallast Ég man eftir… og þar deildi einn meðlimur nýlega tíunda áratugs nostalgíuprófi sem Fókus hefur nú stolið, vippað á íslensku og bætt við tveimur atriðum, því hvers vegna ekki?
Samkvæmt þessu prófi þá gæti aldurinn verið farinn að segja til sín ef þú safnar of mörgum stigum af eftirfarandi lista, en eitt stig er gefið fyrir hvert atriði.
Þú færð stig ef þú hefur:
- notað skífusíma
- notað diskling
- notað ritvél
- tekið ljósmynd á filmu
- átt geisladiskasafn
- tekið upp uppáhalds lögin þín á kasettu
- átt kasettutæki eða ferðageislaspilara
- átt VHS-myndbandstæki
- þurft að gera við kasettu
- reynt að gera við rispaðan geisladisk
- leigt spólu á vídeóleigu
- spilað á Atari-leikjavél
- hlustað á tónlist í ferðaútvarpi (e. boombox)
- sent skilaboð með faxvél
- notað samfélagsmiðilinn MySpace
- farið á Internetið í gegnum hringinet
- átt alvöru alfræðiorðabók
- notað símaskrá
- sent handskrifað póstkort
- sent handskrifað bréf
- notað alvöru landakort úr pappír
- átt símboða
- skrifað ávísun
- fjarlægt geislaspilarann úr bílnum þínum
- notað plötuspilara
- notað MSN-skilaboðakerfið
- h0rft á ruglaða dagskráliði í sjónvarpinu því þú gast enn heyrt hljóðið.